laugardagur, janúar 31, 2004

kominn Laugardagur og vikan búin

Vá vikan hefur hlaupið frá okkur hérna á Akureyri. Við erum búnar að ætla að blogga í 3 daga en það hefur aldrei orðið úr því. Svo skammaði Stína okkur og við reynum að gera allt sem hún segir.
Öll vikan er búin að fara í það að dikta sem gengur svona líka hægt og er fjári leiðinlegt í þokkabót. En það er vinna að vera í skóla=/
En vikan hefur ekki bara verið leiðinleg því á miðvikudaginn fórum við í verklega hjúkrun að læra hvernig á að þvo sjúklingum hátt og lágt. Og svo lærðum við að búa um rúm sem er hægara sagt en gert sérstaklega þegar Stína hoppaði upp í það, og við (Sonja og Pálína) áttum að setja nýtt á rúmið með henni í því, en hún var ekkert að gera líf okkar léttara og skemmti sér mikið í að leik erfiðan sjúkling. Eftir tímann fórum við á Glerártorg að versla í rúmfatalagernum þar sem Stína keypti sér skrifborð og spegil sem var 1,60 m hár og ég keypti skógrind fyrir skóna mína og Sonja keypti sér spegil sem var líka 1,60 geðveikt flottur. Jæja svo fórum við á lagerinn að ná í dótið sem við keyptum, sem er ekkert merkilegt nema hvað, við vorum á polo bílnum hennar Stínu sem er með bilað skott og innihélt 2 stykki dekk í skottinu. Ekki gott=/. Greyið strákurinn sem var að afgreiða okkur missti andlitið þegar hann sá bíllinn svo stóðum við 4 þarna og klóruðum okkur í hausnum. Hvernig er best að koma þessu öllu inn? Eftir nokkra stund litum við upp og sáum allt starffólkið á lagernum var komið út á tröppur og var byrjaður að hlægja af okkur. Enda ekki skrýtið því við stóðum varla í lappirnar af hlátri. En strákurinn sem var nokkuð myndarlegur by the way kom öllu dótinu inn, en það var ekkert pláss fyrir okkur Sonju=( þá sýndum við og sönnuðum að við erum sko ekki ljóskur, þannig að Stína fór með dótið heim og sótti svo okkur á mínum bíl=) en þetta merkir bara eitt við verðum að versla oftar í rúmfó til að sjá sæta strákinn aftur.
Á föstudaginn fórum við svo aftur í verklegt í hjúkrun og áttum þá að leika fatlaða einstaklinga sem átti að hjálpa í og úr hjólastól og lagfæra þá í rúminu. Þar lærðum við mörg hagstæð tækniatriði sem eiga eftir að bjarga okkur frá bakmeiðslum og öðru slíku. Á föstudagskvöldið borðuðum við lasagne a la Patti sem er greinilega jafn góður í eldamennskunni og hann er í handbolta. Svo var það bara sjónvarpsgláp sem tók við. Uppáhaldið hennar Sonju, Orlando Bloom í Pirates of the Caribbean og ekki var myndin verri því Johnny Depp lék líka í henni.
Jæja nú er komið nóg af okkur biðjum bara að heilsa
Túrílú þangað til næst
5 dagar í vísindaferð

mánudagur, janúar 26, 2004

Pálína orðin fullorðin

Í dag stóðst ég Pálína Hugrún prófið mikla já það er rétt mamma ég er loksins tilbúin til að takast á við lífið. Mér tókst að matreiða þennan líka ljúffenga hrygg það var meira að segja hvítlaukshryggur og hann var alveg snilldar góður þótt ég segi sjálf frá (Sonju og Stínu granna fannst það líka). Með hryggnum voru gratíneraðar kartöflur sem ég gerði líka sjálf og rauðvínssósa. Hryggurinn átti reyndar að vera í gær en þar sem maður var ekki í ástandi var því frestað og í staðin farið á Subway.
betra seinnt en aldrei

P.s. 9 dagar í vísindarferð=)

Úrslit helgarinnar !


Hösl helgin ógurlega mistókst alveg því við kræktum okkur hvorugar í karlmann enda ekki eins mikið úrval og við bjuggumst við. En helgin var samt ekkert af verri endanum síður en svo, heldur var hún hrein og bein snilld.

Við stöllur skelltum okkur á sveitaball á föstudagskvöldið hérna um 7 km utan við bæinn þar sem hljómsveitinn Doglas Willson var að spila fyrir dansi. Voru um 200 manns á ballinum sem þykir víst MJÖG góð mæting miða við háskólaball. Hljómsveitin stóð sig frábærlegar með því að spila öll helstu, heitustu og klassísku rokklög síðustu aldar. Múgurinn var að fríka út á dansgólfinu og ég efast ekki um það að flestir sem dönsuðu hafi vaknað upp daginn eftir með strengi í háldvöðvunum (muscular trapezius:) Ballið kláraðist um tvö leitið og lá þá leiðin á heitasta skemmtistað bæjarins ..... KAFFI AKUREYRI. Þar sem rætt var um allt slúðrið sem gerst hafði á ballinu.

Laugardagurinn fór að mestu í það að slíta út náttfötum og inniskóm.... þangað til að við rifum okkur upp úr letinni og skelltum okkur í bingógallan !!! tilbúnar á PAPABALL á sjallanum :) Við skelltum okkur í partý til Birgittu klikkuðu bekkjarsystur þar sem rætt var um brjóstagjöf og getnað (ágætis getnaðarvörn fyrir okkur óreyndu stelpurnar svona rétt fyrir djammið). Pakkað var á Sjallanum ... við heyrðum að það hefðu verið yfir 1000 manns þarna inni, kannski ekki skrítið þar sem PAPARNIR eru vinsælasta hljómsveit Íslands þessa dagana á Akureyri :) Ætli þetta sé ekki stærsta djammið okkar Pálínu hingað til þar sem við afrekuðum að fara í eftirpartý með gítar og öllu tilheyrandi.
Enda fengum við að gjalda fyrir það daginn eftir með gjaldmiðlinum "þynka" sem er frá landinu Bakkus.

túrílú ! farnar að sofa

föstudagur, janúar 23, 2004

jæja helgin ógurlega

Verður þetta svaka helgi eða hvað?
Nú verður hösl griflunnar teknar upp því um helgina eru fullt af lögfræðinemum úr Háskóla Reykjavíkur og Bifraust að koma og skoða menninguna hér á Akureyri og líka einhverjir handboltastrákar. Bærinn fyllist allur af strákum það kemur líklega upp ástand hér eins og var í stríðinu he he he. Það var ákveðið í Hjúkrun áðan að skella sér á bæði böllinn en í kvöld er alvöru sveitaball og á morgun verða svo Paparnir í Sjallanum. Ef maður nær sér ekki í strák núna þá gerist það aldrei nei segi svona. Við látum svo vita hvernig gengur eftir helgi=) HR & Bifraust here we come

fimmtudagur, janúar 22, 2004

Halló !!
Þá erum við loksins komnar með netið hingað heim :) Eins og alltaf þegar maður er að fá sér eitthvað nýtt sem tengist tölvum þá virkar það ekki eins og það á að gera. En elskulegur Jón bróðir hjálpaði okkur í gegnum þetta ferli og vola ! við erum byrjaðar að surfa netið á fullu. Við eigum líklegast ekki eftir að fara út úr húsi nema þá kannski til að kíkja upp í skóla í nokkra tíma :)

Öll heilbrigðisdeildin er á haus hérna út af vísindaferðinni sem verður 5. feb næstkomandi. Ferðinni er heitið suður á bógin í rútu. Á leiðinni verður stoppað í "vodkaátöppun" og haldið svo áleiðis til höfuðborgarinnar. Á föstudeginum verður farið eldsnemma út á kanavöll - basið, þar sem allir hermennirnir verða skoðaðir :) (svo skoðum við reyndar heilbrigðisstofnunina þeirra og líka í keflavík) Svo verður bara drukkið meira og aðeins meira. Um kvöldið förum við allar út að borða og svo fer öll strollan niður á hverfisbar þar sem dansað verður fram á rauða nótt.