föstudagur, febrúar 27, 2004

Fengum hund í heimsókn

Í dag fengum við að passa hann Patta fyrir Höllu =) En Patti er rosa sætur hundur. Maður verður nú að viðurkenna þetta kítlaði smá í hundeignarlöngunina. oh. Svo fórum við til Höllu um kvöldið að horfa á Friends og Idol og skruppum svo að heimsækja hana Brynju í Brynjuís slurp slurp.
Heilsan er öll að koma til hjá mér Pálínu en Sonja er ennþá slöpp. Jæja nú er best að fara að sofa því á morgun ætlar Patti aftur að koma í heimsókn svo á að læra pínu.
Þanngað til næst túrílú og góða nótt

fimmtudagur, febrúar 26, 2004

Æi

Æi við erum báðar orðnar veikar buhu.
En Sonja var nú víkingurinn og dreif sig í skólann með diktarphonið og svo þurfti hún að selja Árshátíðarmiða í hádeginu á meðan sat ég heim í 2 peysum og undir sæng að krókna úr kulda.
p.s súpan var geðveikt góð í gær:)
og já kíkið á nýju vinkonu okkar hana Iðunni Ósk =)

miðvikudagur, febrúar 25, 2004

2 í sprengidegi

í gær ætluðum við að fara bara út í Úrval og kaupa okkur saltkjöt og baunir. En þegar við fórum þangað voru allar baunirnar búnar. uhhuh. En við stöllur deyjum ekki ráðalausar keyptum bara saltkjöt og baunir og erum núna bara að elda okkur sjálfar saltkjöt og baunir. Og ætlar Dísa granni að borða með okkur.
Í gær fórum við í afmælisveislu til Evu og fengum fullt af kökum og fínerí.
Til hamingju með afmælið Eva.
Svo í dag erum við búnar að vera rosaduglegar að læra =)
Það er eitthver flensa komin í Furulundinn því við erum báðar búnar að vera slappar seinnustu daga :(
jæja saltkjörtið er að verða tilbúið þangað til næst
Saltkjöt og baunir túkal

mánudagur, febrúar 23, 2004

BOLLA BOLLA BOLLA

Þá er þessi yndislegi bolludagur runnin upp..... og erum við stöllur búnar að bíða eftir honum. Það gekk nú hálf erfiðlega að koma okkur framúr í morgun sökum óveðurs sem var að trufla okkur við svefninn í nótt og að auki er Pálína greyið komin með rosalega hálsbólgu. Stína granni fékk far hjá okkur í morgunn og báðum við þess heitt og innilega að hann Siggi Bjark væri bara veikur..... ef það væri einhver dagur hefði það mátt vera þessi. En nei því miður var hann þarna mættur eins og alltaf. En kannski sem betur fer þar sem að hann var bara að reyta af sér brandarana. Svo kom skindilega bara upprifjunartími með honum í efnafræði sem var mjög kjærkominn, þar sem það eru ekkert allt of margir sem eru að skilja þetta efni. En í þessum tíma sá maður perur kvikna fyrir ofan nokkra kolla þegar fattarinn fór í gang, og þar á meðal hjá okkur Pálínu.

Skelltum okkur í Bónus en komumst að því að það voru 10 mín í opnun þannig að við skelltum okkur í Kristjáns bakarí og fengum okkur rjómabollu. Nóg var til af bollunum en ekki var mikið úrvalið. :( Þær voru allar með súkkulaði glassúr, rjóma og hinberjasultu. Hnuss maður er nú vanur því í bænum að geta ekki einu sinni ákveðið sig þannig að maður kaupir 10 stykki. Við verðum bara að muna að þetta að ári og baka bara sjálfar það sem okkur langar í.

En jæja lítið annað að gerast nema að það er kominn vetur aftur eftir þessa fínu vorblíðu undan farna daga. Þangað til næst túrilú !!

sunnudagur, febrúar 22, 2004

Gleðilegan konudag!

Jæja þá er helgin búin og hverdagslífið og lærdómurinn tekur við. Steinunn Dúa vinkona Pálínu og Kristín mamma Steinunar komu í heimsókn um helgina og fengu gistingu hjá okkur. Það var rosa fínt að fá þær í heimsókn og eru þær meira en velkomnar aftur hvenar sem er :)

Ég, Sonja fór í skemmtinefndapartý á föstudagskvöldið upp í Skarðshlíð, þar sem var frír bjór. Þetta átti bara að vera einn og aðeins einn bjór en endaði í þó nokkuð fleiri en einum. Við skeltum okkur svo á Kaffi Akureyri og þar var haldið áfram á drekka og dansa. En hún Pálína var nú bara stillt og beið eftir gestunum sínum.
Á laugardeginum sá ég aldeilis eftir því að hafa innbyrgt svona marga bjóra og bað ég Pálínu vinsamlegast um að lóa mér, heilsan var ekki það góð. En ég kom öll til þegar leið á daginn og þegar ég var búin að taka eina verkjatöflu og drekka nóg af coca cola.

Við pöntuðum okkur pizzu af greifanum.... eina búkollu mmmmmm....... Fyrir þá sem vita ekki hvað það er þá er það pizza með þunnum nautakjötsneiðum, frönskum, bernassósu og svörtum pipar. Og þvílík kaloríusprengja !! En svo fórum við að taka okkur til áður en allir partý - gestirnir komu. Það komu ca 25 manns í heildina, sem er þokkalega mikið miðað við að við búum í 50 fermetra íbúð. Þetta var brjálaður stemmari þar sem Æsi spilaði á gítar eftir að hann komst í gírinn eftir tvo þrjá ískalda bjössa (bjóra). Tekin voru þessi helstu lög eins og Sódóma og Crazy og auðvitað var þjóðsöngurinn tekinn með stæl... Nína hehehe. En þar sem við vorum fara á skímó - ball þá skelltum við auðvitað disk með þeim í blastið við góðar undirtektir af karlpeningnum í partýinum. Þess má geta að þeir Atli, Stebbi, Simmi og Rabbi kunna alla texta með skímó og eru hálgerðar mail-grúpís (á jákvæðann hátt :)
Að tilefni þess að þetta var rautt þema þá verðum við að tilnefna sigurvegarann ......ttttrrrrrrr.... Eva Björk. En svo var haldið á ballið þar sem skímó strákarnir bregðast manni ekki þar sem þeir eru alltaf í rokkna fjöri. Við vorum næstum því allan tíma upp við sviðið því þar var mesta stuðið .... en ballið leið alltof fjólt og fyrr en varir var síðasta lagið búið. En þá bíðum við bara eftir að þeir komi aftur og drífum okkur á ball.

Jæja þá er best að fara að sofa.
Þangað til næst túrilú

föstudagur, febrúar 20, 2004

Við erum lifandi

jæja þá er prófið mikla búið ;) og við stóðum okkur bara nokkuð vel, við fengum báðar yfir 8 í einkunn. Þær voru núna að spyrja ansi mikið út úr smáatriðunum. En við stóðumst og erum að fagna með kjúkling jibbý jibbý.
Steinunn Dúa er á leiðinni til okkar en það gengur nú eitthvað illa út af slysinu sem var í Borgafirði. Svo erum við búnar að fylla húsið á morgun en eins og ég sagði í gær þá ætlum við að halda partý sem er með rauðu þema. En það er smá vandamál við erum búnar að bjóða um 25 manns en það eru bara 8 stólar í húsinu dúrílúrí en það reddast.
Svo auðvitað verðum við að horfa á Leiðarljós á eftir en það var tekið upp áðan því Sonja var enn í prófinu=)

jæja kjúklingurinn hennar Sonju er að verða til þannig að þanngað til næst túrílú.

fimmtudagur, febrúar 19, 2004

Leiðarljós lifnar við

já há haldið þið ekki að leiðarljós sé orðið spennandi á ný. Það er ekki búið að vera svona spennandi síðan ég veit ekki hvenær dududuum
Allir sem horfa á leiðarljós meiga ekki missa af næsta þætti.

Læra Læra Læra

Sama að frétta af okkur endalaus lærdómur, um hægðir, lífsmörk og neðanþvott hí hí hí.
Snjórinn er allur eiginlega farin=( 12 stiga hita og sól og blíða með smá rokki.
En jibbý Steinunn vinkona kemur á morgun og Kristínu mamma hennar en hún er að fara að keppa í körfu hérna um helgina. Jibbý jibbý.
Og svo á laugardaginn ætlum við að halda þrusu partý.

Æi ég verð að fara að læra aftur.
þanngað til næst túrílú

þriðjudagur, febrúar 17, 2004

ó það nálgast :(

Þetta er ekki mjög spennandi vika þar sem það er að nálgast verklegt próf! Jebba næstkomandi föstudag munum við hjúkkur á 1. ári fara í verklegt próf. Við munum þurfa að standa frammi fyrir hina ógurlegu Margréti Hrönn (kennaran okkar) sem er smámunasamasta mannaeskja sem fyrir finnst á þessari jarðarkringlu. Við eigum að draga miða og getum lent í öllu frá því að lýsa og framkvæma hvernig á að taka púls og að því að gera neðanþvott ( á dúkku sko !) og hvernig stólpípa er gefin og allt þar á milli. Og þessum kennara finnst það allveg sjálfsagt að við vitum bara gjörsamlega ALLT sem hún nefdi í tímunum sem tengist þessu efni. Þannig að skiljanlega erum við frekar stressaðar. En við ætlum að reyna að taka okkur á og æfa bara úr okkur stressið :) Svo eru góðir straumar á næsta föstudag vel þegnir.

Annars er ekkert að frétta hérna að norðan nema að allur snjórinn er óðar að bráðna. Við erum að reyna að taka okkur á í lærdómnum og gengur þokkalega.

Þannig að heyrumst seinna - túrilú !

sunnudagur, febrúar 15, 2004

Heilinn fullur

jæja nú loksins höfum við Sonja hreina samvisku eftir helgina því við vorum ekkert smá duglegar að læra ;) laugardagurinn fór allur í að dikta og lesa hjúkrunar greinar. En svo um kvöldið kíktum við í smá hjúkkupartý í nýju höllina hjá Önnu Huld og Hrafnhildi. Þar fórum við í hættulegasta partý og co spil sem ég hef upplifað. VARÚÐ ekki spila með Evu því hún verður pínu ofbeldishneigð þegar hún er að spila ;( ha ha ekki gott að vera með henni í liði, Anna og Eydís eru örugglega með marbletti eftir þetta kvöldið. Þegar við Hrafnhildur vorum búnar að vinna spilið =) jibbý. Fóru allir á ball með Svörtum fötum nema ég og Sonja við fórum á Kaffi Ak með Dísu granna og Rebekku, en þar sem að allir sætu strákarnir voru fellum þetta kvöld var ekkert gaman þar #<@*! Á sunnudeginum var svo haldið áfram að læra. (maður verður nú að reyna að bæta upp þær heilasellur sem létu lífið um seinustu helgi) dúrí dúrí. En há punktur helgarinnar voru verlaunin fyrir lærdóms dugnaðinn ,,trommuslátur” FERÐ í Brynju (Jibbý Brynja Brynja) að kaupa besta ís á Íslandi (enginn lygi) slurp slurp (",).
jæja maður ætti kannski að fara að sofa núna svo maður sofni ekki í tíma hjá Sigga Bjarklind á morgun
Túrílú og góða nótt

laugardagur, febrúar 14, 2004

Rokkaðar í Deiglunni !!!

Við vorum bara nokkuð menningarlegar í gær og skelltum okkur á rokktónleika í Deiglunni. Hljómsveitin Hvítur kassi voru fyrstir á stokk og voru þeir í jass fíling ..... komu á óvart og voru mjööög góðir. Næst voru það Lokbrá .... og þeir voru einstaklega góðir. Eftir hvert lag sem þeir tóku fór einn þeirra úr einni flík.... þetta hefði verið mjög skemmtilegt að horfa á nema þeir voru heldur horaðir. En það var gaman að hlusta á þá spila og sjá hvað þeir voru að skemmta sér vel. Næst komu Jan mayen sem voru líka mjög flottir en kannski heldur of þungir fyrir okkar smekk. Svo voru eyrun manns allveg að gefast upp. Þegar við komum heim þá heyrðum við ekkert nema þetta blessaða suuuuuðððððððð.

Við fórum með gítarinn í viðgerð í gær og það sýnir kannski hvað við erum ekki klárar á gítar. Við sögðum við manninn hvort hann gæti ekki sett nýjan streng og kannski stillt hann fyrir okkur. Hann tók við honum og glamraði smá á hann. Spurði svo hvort við vildum ekki bara skipta á öllum strengjunum, því þeir væru allir búnir að slittna áður. Síðan sagði hann að hálsinn væri skakkur og að hljómurinn í honum væri frekar slæmur sökum þess. ...... En þrem tímum og einu giding light seinna þá var hann tilbúinn og hljómar líka svona rosa vel. Núna erum við alltaf með gítarinn á okkur og með tölvuna fyrir faran okkur og æfum okkur í gegnum gitarskoli.is sem er fyrir byrjendur eins og okkur.

En núna tekur lærdómurinn við

Túrilú

föstudagur, febrúar 13, 2004

arrrrrrrrrrrrrrg

Það var að koma full rúta með krakkaskara unglingum uhhhhhhhhhuuuuuuuuh=( þetta verður helgi frá helvíti=( Ég á ekkert að fá að sofa í nótt ;(
Við vorum að afreka það að taka til =) það var búið að vera á planinu í viku. Því við vorum búnar að fá hótun frá heilbrigðis eftirlitinu sem hótaði að loka búllunni og allt ;( En núna er allt orðið tip top :) páfinn gæti meira að segja komið og kysst gólfið okkar. hahaha
En jibbí Sonja ætlar að búa til pizzu í kvöld. En hún býr til geðveikt góðar pizzu slurp slurp.
æi jæja verð að fara með gítarinn og láta stilla hann svo við getum æft okkur um helgina
túrílú

fimmtudagur, febrúar 12, 2004

Hálka á bílastæðinu

Dagurinn byrjaði ekki vel hjá henni Pálínu minni. Á leiðinni út í bíll flaug hún á hausinn og missti símann sinn út úr töskuni án þess að fatta það. En svo þegar fyrsti tíminn var byrjaður þá uppgötvaði hún að síminn væri týndur og fór aftur heim að leita að honum. Þá lá hann bara í bleitunni og einhver búinn að keyra á hann. Hún reyndi að fara með hann í viðgerð en þar var hann úrskurðaður látinn! Þannig að hún keypti bara nýjan síma.

Hérna er eitt SMS sem ég fékka frá vinkonu minn :The next time you're having a bad day, imagine this : You're a siamese twin. Your brother, attached at your shoulder is gay. You're not. He has a date coming over tonight. You only have one ass.

Endilega skrifið svo eitthvað í commentin

Takk takk (",)

miðvikudagur, febrúar 11, 2004

Sigga okkar 22.ára

jæja nú er miðvikudagurinn 11.feb og Sigga okkar á afmæli. Og óskum við henni innilega til hamingju með afmælið =)

Við vorum rosalega duglegar að læra og þvo þvott í dag gátum meira að segja hengt út á snúru það var nefnilega svo gott veður hér á Akureyri=)
Svo var okkur boðið í mat til grannanna það er gott að eiga góða granna=) við fengum rosa gott slátur að borða og áttum við allar yfir okkur slurp slurp. Takk fyrir það Stína og Dísa.

jæja það er best að fara að sofa til að getað vaknað í skólann á morgun
túrílú og góða nótt=)

þriðjudagur, febrúar 10, 2004

erum að jafna okkur eftir helgina

Jæja jæja .... þá er best að fara að lýsa þessari síðastliðinni helgi. Við fórum í lífeðlisfræðitíma fyrir hádegi á fimmtudaginn og tókum þá afdrifaríku ákvörðun um að skrópa í síðasta tímanum .... og sem betur fer því við læstum okkur úti. Þetta var svona friends atriði "got the keyss?" þannig að við brunuðum niður í Securitas og redduðum lyklinum og vorum rétt komnar upp í skóla þegar rútan átti að fara. Það getur stundum verið gott að skrópa :)

Það var mikið fjör á leiðinni til Reykjavík í rútunni. Ægir mætti með gítar og Soffía var búin að prenta út sönglaga blöð fyrir alla í rútunni. En það slitnaði einn strengur þegar verið var að stilla hann .... það fannst samt eingum hann vera falskur. Við komum svo við rétt fyrir utan Borgarnes í "vodkaátöppun" þar sem tekið var á móti okkur með nóg af áfengi og bjór. Það var ótrúlegt að vita að hingað er fluttur 97% spíri og hann er vantsblandaður og fluttur út aftur sem ÍSLENSKUR VODKI .... frekar skrítið. Þegar við LOKSINS komumst niður á BSÍ þá voru sumir í verra ástandi en aðrir (nefni engin nöfn). Ég og Pálína hittum Siggu
x-roomy á kaffihúsi um kvöldið... hún er komin með svo sæta bumbu :) mússý mússý !! Við ákváðum svo að fara á Glaumbar (Glaumbar Glaumbar ) og hitta fleiri sem voru í þessari vísindaferð. En við fórum snemma heim því að það var langur dagur framundan.

Lögðum af stað frá BSÍ rétt fyrir 9 og leiðin lá út á völl. Í hliðinu voru hergæjar með rifla að taka á móti okkur .... frekar spúkí. En það var einhver íslenskur gæd sem sýndi okkur allan völlinn .... það var mjög gaman þá var maður að gera sér grein fyrir allri starfseminni þarna. Fórum á sjúkrahúsið þar sem A MALE NURSE tók á móti okkur (sjá myndir á bloggi hjá Stínu granna). Að lokum komum við við á Wenndy's og Subway .....mmmmmm.....very good :) * slurp * Leiðin lá svo á sjúkrahús suðurnesja .... það var allt mjög spennandi að sjá, allt mjög nýlegt og held að mjög margar eigi eftir að sækja um verknám þarna. Brunuðum svo í bæinn þar sem við fórum í Stoð ... það hefur öruglega verið mjög spennandi og allt það en fólk var orðið aðeins of þreytt til þess að halda einbeitningunni. Fórum svo í DeeCode voða fínt þar... fengum passa til að geta verið inn í húsinu.... og svo var bara boðið upp á kaffi og kleinur .... ekki gott Kári !! Öll strollan fór svo í Baðhúsið í pottinn þar .... við máttum vera með léttvín og slaka á þar ... það var vel þegið eftir erfiðan dag. Loks komumst við upp aftur af stað og fórum á Pizza Hut á Sprengisandi ... þar sem etið var af pizzahlaðborði... mjög gott. Svo fórum við niður í bæ á Hverfisbarinn að djamma jjeee !!!!

Á laugardeginum var svo bara slappað af ....en um kvöldið kíktum við náttúrulega á djammið .... nenni ekki að skrifa það hérna....

Heimferðin á sunnudeginum var rosaleg... ég Sonja var enn þá full þegar ég kom í rútuna þannig að ég átti ekkert rosalega bjartann dag framundan :( En það hafðist allt saman, vorum með snildar bílstjóra sem var ekkert að hika með að stíga á bensíngjöfina. Um kvöldið pöntuðum við pizzu af Greifanum *slurp* við pöntuðum "Búkollu" .... það er pizza með Bernassósu, frönskum, nautafile-sneiðar og svartur pipar ..... úfff kaloríjusprengja !!!! en þess virði.

Við minnum á nýjustu myndirnar úr vísindaferðinni ..... endilega skoðið líka hjá Stínu Granna

túrilú!

miðvikudagur, febrúar 04, 2004

Niður gilið !!!

Við förum eins og venjulegir Akureyringar upp og niður gilið í hvaða veðri sem er. Það hefur alltaf gegnið frekar vel ....þangað til í dag ..... Við vorum á leiðinni upp gilið en mistum kraft út af mikilli umferð. Þannig að þegar við vorum aalllvveeeggggg að komast upp þá byrjaði bíllinn bara að spóla :/ En þar sem Pálína er hörku driver þá náði hún með snarheitum að snúa bílnum, þrátt fyrir að bíllinn væri að renna á hlið niður á við. Þannig að við fórum bara aftur niður gilið og fundum okkur aðra leið til að komast heim til okkar stórslysalaust.

Á morgunn !!!!!!

Morguninn í gær var u.þ.b. erfiðasti morgun í sögu háskólagöngu okkar....við þurftum að læra á eitthvað bókasafnsforrit í tvo tíma og við fengum ekki að gera neitt, áttum bara að fylgjast með .... úfff og guð hvað það var erfitt að leggjast ekki fram á takkaborðið og sofna bara z z z Z Z í framhaldi af þessu var mjög erfitt að halda einbeitninguni út daginn.

Dísa granni kom heim frá Frakklandi í gær og gaf okkur saltpillur úr fríhöfninni. Takk takk Dísa (",)

Haldið þið ekki bara að POPPTÍVÍ sé komið hingað á hjara veraldar.... þið getið ekki trúað því hvað maður hefur saknað þess að liggja braindead yfir Kurt Neilson og félögum og ekki má gleyma Sveppa og Audda í 70 mínútum..... við ultum um stofuna í gærkvöldi af hlátri yfir uppátækjum þeirra félaga. Segir hann Pétur Jóhann Sigfússon aldrei neitt ????

Það er enginn smá kostur að vera í háskóla.... það er afsláttur út um allan bæ og í dag fáum við frítt inn á einhverja Meg Ryan mynd, við vitum ekkert hvaða mynd þetta er en auðvitað fer maður í bíó þegar það er frítt.

Ef veðurguðirnir leifa þá munum við komast til höfuðborgarinnar á morgun. Það er búið að snjóa hérna og snjóa og snjóa ...... já þetta er eiginlega hætt að vera sniðugt lengur hvað snjóar mikið hérna. En við verðum að fara að koma okkur í skólann núna í verklegan tíma í hjúkrun .... að læra að taka blóðþrýsting og fleira
Túrilú

þriðjudagur, febrúar 03, 2004

nýjar myndir

kíkjið á idol djamm á Sjallanum undir fleirri myndir

ekki á morgunn heldur hinn

Haldið þið að það sé ekki bara tvær nætur og þá erm við á leiðinni í bæinn !!! Okkur hlakkar ekkert smá til. En jæja best að fara í skólann... klukkan er að verða 8.
túrilú

mánudagur, febrúar 02, 2004

3 dagar í brottför

Hér á Akureyri er ekki talað um neitt annað en þessa blessuðu Vísindaferð.
Ég held að okkur hlakki samt mest til að fara upp á Völl að sjá hermennina, dúrý dúrý. Samt verður gaman að sjá ykkur líka=)
Um helgina var mest lært og legið í leti en við drifum okkur nú samt smá út á laugardagskvöldið. Ferðinni var heitið til þeirra Skarðhlíðabúa og var meiningin að fara að spila. En haldið þið ekki að það hafi endað með því að við kíktum á Amor og Kaffi Akureyri, bara til að tékka á því hvort við værum að missa af einhverju=)
P.s snillingurinn ég tókst að laga síðunna okkar þannig að nú getið þið lesendur
góðir komið með innslag t.d. skemmtilegar sögur og fréttir af ykkur. Ef þið skrifið ekkert þá skrifum við ekkert á móti=(