mánudagur, mars 29, 2004

Fyrsti dagur í verknámi

Þá er fyrsti dagur í verknámi búinn og var ekki sem verstur :) Við mættum upp á FSA um 10 leytið og fengum lykla af fataskápunum okkar og þessi æðisgengnu föt sem allir þurfa að vera í þegar þeir vinna á spítala. Við fengum nemaföt sem er hvít með bláum kraga og blárri rönd á ermunum. Mjög smart :) Þið fáið að sjá myndir síðar...

Svo fengum við að elta okkar hjúkrunarfræðinga eða sjúkraliða á okkar deild sem heitir Sel og er öldrunardeild. Við vorum settar fjórar saman á deild sem erum algjörir græningjar og hjúkkurnar urðu sammála um að nota okkur vel :) sem er mjög gott þá lærum við bara meira. En við fengum að spreita okkur á ýmsum auðveldum verkum en fáum öruglega að gera eitthvað meira ögrandi á morgun.

En við ætlum að fara út að labba, það er svo gott veður.... túrilú

sunnudagur, mars 28, 2004

massa helgi

Helgin hér í Furulundinum var bara mjög góð. Dísa átti afmæli á laugardaginn hún var 22 ára og viljum við óska henni til hamingju með afmælið:)
Á föstudaginn fórum við reyndar í leiðinlegasta tíma ever. Hjá manni sem við vissum ekki hvort að væri vakandi eða ekki. En við lifðum tíman af :)
um kvölduð fórum við svo á aðalfund FSHA í Deiglunni þar sem lögin voru rædd voða formlegt. Af fundi loknum var svo boðið upp á bjössa við mikinn fögnuð.
Þegar nokkrir bjössar voru farnir áleiðis niður í maga, byrjuðu tónleikarnir hans Ægis. Þetta voru massa góðir tónleikar þar sem fram komu Han Solo, Ég og Úlpa. Hansóló rokkaði feit. Eftir tónleikan voru öllum hent yfir á Karó þar sem 2 Dj tóku við. Þetta var ekkert smá flottir tónleikar. Æsi þú rokkar

Á laugardeginum skellti Sonja sér á snjósleðamót með honum Þorra sem var haldið á Ólafsfirði.
En ég ákvaða að vera heima að reyna að dikta. Um kvöldið fórum við svo í 25 ára afmæli til Hinna sem haldið var í Deiglunni þar var náttúrulega allt fljótandi í áfengi að hætti Hinna:) Ægir hélt uppi stuðinu með geðveikri tónlist sem kom frá öllum áttum Eftir afmælið stungum við ( Pálína, Sonja og Þorri) af niður á Kaffi Akureyri að hitta Evu , Telmu og Önnu. Díses ég hef aldrei sé svona mikið af fólki inni á Kaffi Ak, það var varla hægt að hreyfa sig á dansgólfinu, þar voru meira að segja nokkrir sætir strákar. Vá heilinn er alveg hættur að starfa þannig að ég verð að skrifa restina á morgun.
já við erum að byrja í verknámi á morgun pínu stress en samt meira spenna. þetta verður örugglega mjög gaman. jæja ég skrifa meira á morgun þegar heilinn er kominn aftur í gang:) þangað til þá túrílú

fimmtudagur, mars 25, 2004

Ritgerðin er farin

Jæja þá erum við búnar með þessa blessuðu ritgerð og búnar að skila henni í hólfið. Við getum ekki breytt henni meira.... en það er víst fyrir bestu því við gætum lesið yfir rigerðina þúsund sinnum í viðbót og alltaf breytt einhverju. En núna er bara að bíða eftir einkun sem kemur öruglega ekki fyrr en eftir páska.

Nýjasta fréttin er sú að það var einhver sem missti stjórn á bifreið sinni og lenti utaní hús sem vinur okkar býr í. Vinur okkar hann Ægir var bara í rólegheitum inn í stofu þegar allt í einu húsið byrjaði að skjálfa. Hann leit út og sá þá að eigandi bílsins var að reyna að stinga af frá vetvangi. En Ægir var snöggur og skrifaði niður númerið á bílnum og hringdi í lögguna. Það kom svo síðar í ljós að ökumaðurinn er grunaður um ölvun.

Það er mjög spennandi helgi framundan.... á föstudagskvöldið verður aðalfundur FSHA haldin í Deiglunni og að háskóla sið verða fríar guðsveigar :) Seinna um kvöldið verður Skarkali 2. Sem eru alvöru rokktónleikar fyrir alvöru rokkara !!! En á laugardagskvöldið verður stórafmæli hjá honum Hinna. Það verður haldið í Deiglunni með pomp og pragt.

En á morgun verður sorgardagur hér í Furulundi ... Stína er að fara suður í verknám. Það verður tómlegt hérna án þín Stína :(

En annars heyrumst síðar - túrilú

P.S. Við vorum að setja inn nýjan likn á síðuna okka. Landpósturinn ... þar sem að nemendur úr fjölmiðlafræði skrifa ýmsa skemmtilega pistla og nýjustu fréttirnar.

þriðjudagur, mars 23, 2004

Gaman í skólanum

Í dag kom hann Alexander fósturfræðikennari með fylgju í tímann til okkar. Það voru nefnilega tvíburar sem fæddust í dag og kom hann bara með fylgjuna beint úr fæðinguni og inn í stofu til okkar. Með því að sýna okkur þetta þá gerði hann okkur kleift að skilja námsefnið mun betur. En annars er eins og vanalega ekkert að frétta. Nema við erum að leggja loka hönd á ritgerðinna sem við eigum að skila á næsta fimmtudag.

Heyrumst síðar - túrilú

sunnudagur, mars 21, 2004

Rebekka og Soffía eiga afmæli í dag:)

Vá það er sko nóg að gera í þessum afmælum:) viljum við bara óska þeim Rebekku og Soffíu til hamingju með afmælið=)

En jæja loksins fengum við að gera eitthvað af viti í þessu hjúkkunámi okkar :) Í dag fórum við í verklegt niður á blóðrannsóknarstofuna á FSA. Fengum við þar að taka úr hvor annarri blóðsýni sem gekk misvél en tókst að lokum hjá öllum. Við Sonja vorum búnar að gefa hvor annarri grænt ljós um að fá að pína hvor aðra mú ha ha ha. Ég held að Sonja hafi komið pínu ver út úr því og fær líklega marblett eftir mig úps. En þetta var rosagaman og ekki neitt sárt eins og maður hélt. Svo fór blóðið okkar í allskonar rannsóknir t.d fengum við að vita að við erum báðar í O + eins og flest allir Íslendingar, svo var mældur sykurinn og kólesterólið. kíkið endilega á myndirnar sem við tókum af öllu þessu og segið ykkar álit.
túrílú

myndir af djamminu

kíkið á Myndir af djamminu hjá Stínu og svo eru líka fleirri myndir hjá henni Dúddu sem tók einmitt þátt fyrir hönd Eirar og átti svo að vinna en gerði það því miður ekki

laugardagur, mars 20, 2004

Skyndi fyllerí

Já það er gott að vera í háskóla ! fengu sko nóg af ókeypis bjór ;) þar sem að það voru bara hjúkkur og iðjur af 1 ári sem mættu þá var sko nóg af bjór handa öllum. En jæja það var þrusustuð á öllum, þótt heilbrigðisdeildin hafi ekki unnið söngva og hæfileikakeppnina. En núna tekur þynkan við. Túrilú.
Við setjum inn myndir frá þessu djammi rétt á eftir :) Endilega skoðið og kommentið

Djöfsi ! myndavélin klikkaði í gær þannig að það verða engar myndir. En endilega skoðið myndir hjá Stínu

föstudagur, mars 19, 2004

Ólöf á afmæli í dag:)

Til hamingju með afmælið Ólöf.
Það er mest lítið að frétta af okkur bara búnar að vera geðveikt duglegar að læra. Í kvöld er svo söngva- og hæfileikakeppni Háskólans á Sjallanum og ætlum við að skella okkur. En við ætlum nú ekki að taka þátt í þetta sinn gefa öðrum séns. Við fáum ókeypis pizzu og bjór í kvöld en Eir félagið okkar ætlar að splæsa á allar hjúkkurnar og iðjunnar líka. Ég er að segja ykkur maður er alltaf að græða á því að vera í háskóla:)
Jæja maður verður að fara að gera sig sætari fyrir kvöldið
Þangað til næst túrílú

miðvikudagur, mars 17, 2004

uu hu það er kominn snjór

í síðustu viku voru allir komnir í vor fíling en þegar við vöknuðum í morgun þá var allt hvít úti. En þá ákváðum við það að við ætlum að eyða laugardeginum á skíðum. Við verðum nú að prufa Hlíðarfjall fyrst við búum liggur við í röðinni í lyftuna ha ha ha. Það er mest lítið að frétta af okkur við eyddum deginum í að vinna í þessari blessuðu ritgerð og gengur hún bara nokkuð vel planið er að klára hana fyrir helgi svo við fáum ekki samviskubit á skíðunum.
jæja við heyrumst bara seina því ég ætla að fara að sofa.
Túrílú og munið eftir gestabókinni okkar:)

laugardagur, mars 13, 2004

Halla átti afmæli í gær

Til hamingju með afmælið Halla:)
Í tilefni þess að Halla átti afmæli var ákveðið að halda smá kökuboð. Svo að allir áttu að koma með kökur upp í Skarðshlíð í gærkvöldi. Ég og Pálína bökuðum marens....mmmmm með súkkulaðirúsínum, karmelukremi og rjóma á milli *slurp* Við stóðumst ekki mátið og tókum mynd af henni Kíkið samt á myndir úr afmælinu, þær eru undir "árshátíð og fleira"... og endilega commentið !
Á laugardaginn fórum við upp á sjúkrahús í smá líffræðitíma, það var bara ansi fínt. Þar voru gerðar ýmsar tilraunir á okkur s.s. þolpróf, lungnapróf, sykurþolpróf og einnig voru rannsakaðar þvagprufur og blóðprufur svo voru tekin hjartalínurit og heilalínurit. Þetta var allt saman mjög spennandi hjá honum Ingvari. Eftir tíman var ferðinni heitið í Brynju auðvitað ;) og svo fórum við út á videoleigu og tókum 4 dvd myndir. Kíktum við einnig út í Bónusvideo og þar var keypt nammi á 50 % afslætt..... svo hagkvæmt :) Eftir það var bara legið í sófanum allt kvöldið og farið á nammi fýllerí ú la la.
Við kíktum nú samt aðeins út á föstudagskvöldið. Þar sem að gellurnar frá Akranesi komu hérna í liðinni viku og var þetta lokakvöldið þeirra og var ákveðið að hittast á Kaffi Ak. Þar var nú bara allt eins og vanalega nema hvað að það voru tveir rónar þarna og þeir voru eitthvað að pirra okkur Pálínu .... það á ekki af okkur að ganga ! En við létum það ekki á okkur fá því að þeim var hent út stuttu seinna ...múhahahahha !

En jæja nóg að gera verð að fara -túrilú !

stelpur

kíkið á hvað cutie á best við ykkur minn var Orlando Bloom jebbsa ég gæti hugsað mér að giftast honum cutieeeeee;) annars er hann Idolið hennar Sonju en hún fékk mitt Idol Joshy boy

fimmtudagur, mars 11, 2004

Almost killd á Akureyri

Þetta byrjaði sem mjög eðlilegt kvöld. Við (Sonja, Pálína og Stína) ákváðum að skella okkur á kaffihús. Sátum þar í mestu makindum að sötra svissmokka og late þegar allt í einu heyrðist þessi svakalega hái hvellur ! Allir þögnuðu á kaffihúsinu og það lá við að tónlistin stoppaði líka. Þegar við litum við var komið gat í rúðuna sem var á bakvið Pálínu. Það var gat eins og eftir byssukúlu eða eitthvað álíka. Það var hringt í lögguna og þeir létu sko bíða eftir sér, tók þá góðar 15 mínútur að koma sér á staðinn. Þeir tóku þessu voðalega alvarlega og settu sig í C.S.I. sporin og tóku upp vasaljósið og skoðuðu sönnunargögnin. Sem reyndust vera steinn ! Niðurstaða löggunnar var að þetta hefur verið einhverjir öfundsjúkir kærastar sem hefðu verið að kasta í okkur (“,)

Þanngað til við höfum jafnað okkur á lostinu - túrílú

miðvikudagur, mars 10, 2004

Bara til að segja eitthvað

Í dag fórum við að skoða Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri þar fengum við smá fyrirlestur um sögu sjúkrahússins og svo fengum við smá túr um húsið, við fengum að sjá röntken, slysó, vöknun og gjörgæsluna svo fengum við að sjá nýju barnadeildina sem var rosaflott, það var mjög gaman að sjá hvað það voru fáir sjúklingar þar sem hlýtur að þýða að Akureyringar hljóti að vera einhverjir ofurmenni sem veikjast aldrei. Eftir sjúkrahús rúntin fengum við gos og langloku að borða sem var mjög gott, gott að græða frían hádegismat.
Það var orðið ansi tómt í ísskápnum heima þannig að við Sonja skruppum í bónus að versla í matinn.
Svo var ferðinni haldið upp á bókasafn að finna heimildir fyrir okkar fyrstu háskóla ritgerð en það fyndnasta við þessa ritgerð að innihaldið skiptir engu mál heldur er uppsetninginn aðal málið:(
Þegar heim var komið fór ég að dikta og Sonja skrapp á kaffihús með Dísu.
jæja það er ekki meira að frétta af okkur þangað til næst túrílú

þriðjudagur, mars 09, 2004

Til hamingju með afmælið Þórdís

já hún Þórdís er 22 ára í dag og óskum við henni innilega til hamingju með afmælið:)
Í þessari viku eru fjárnemarnir frá Akranesi í heimsókn hjá okkur og í tilefni þess erum við með svona vina leik í gangi til að kynnast betur.
En við fengum slæmar fréttir í dag. við fáum ekki að fara í verknám til Patró :( við erum fastar hér á Akureyri við sóttum ekki einu sinni um það. Og erum við alls ekki sáttar við þessa niðurstöðu. Og ætlum að senda kennaranum kvörtunar bréf.

Jæja Leiðarljós er byrjað þannig að ég ætla að fara að horfa á það.

mánudagur, mars 08, 2004

Árshátíð sem verður ekki toppuð !

Þá er þetta allt saman búið ... það sem allir hafa verið að bíða eftir. Árshátíðin hjá Háskólanum á Akureyri. Hún tókst með eindæmum vel og tel ég að allir hafi skemmt sér konunglega. Við í skemmtinefndinni vorum búin að púla alla vikuna fyrir árhátíðina og búið að vera mikið fundað og einnig mikið hlegið og skemmt sér. En allir streimdu að inn á rauða dregilinn og þá hófust öll herlegheitin. Vín fór að flæða og maturinn streymdi á borðin. Auddi og Sveppi stóðu sig vel sem kinnar og tókst þeim held ég að láta alla fá krampa í kinnarnar :) Diddú var auðvitað æði .... ekkert nema gæsahúð yfir allan salinn þegar hún tók nokkur lög. Paparnir tóku svo við þegar dagskráin var búin og ekki klikka þeir .... held að allir hafi misst lappirnar við það að dansa við RiggaRobb og Eþemíu. Fólk fór misjafnlega vel á sig komið heim og hefur maður heyrt margar misjafnar sögur :)

En Rebekka og Sóla voru í heimsók um helgina þótt það hafi nú verið þokkalegur hausverkur að redda þeim fari hingað. Auðvitað skelltum við okkur á Kaffi Ak á föstudagskvöldið til að sýna þeim menninguna hérna og enda það náttúrulega með bjórdrykkju og dansi. En þegar leið á kvöldið þá sáu stelpurnar einn karlmann sem var í skyrtu sem var fráhneppt niður á bringu (ekki sexy). Þannig að Sóla double deard Rebekku að fara og hneppa skyrtunni. Og jú jú hún fór ....settist í í fangið á honum og sagði : "þú átt aldrei eftir að hösla svona í kvöld " og svo hnefti hún upp skyrtunni :) hehehheheh

En það skemmtu sér allir vel þessa helgi... endilega skoðið myndirnar og commentið á þær :)

sunnudagur, mars 07, 2004

Nýjar myndir !!!

Þær eru komnar !!!! verða lagaðar á morgunn, settur texti og annað við þær. Athugið að þetta er ekki ritskoðað, en allavega skoðið & njótið :)

föstudagur, mars 05, 2004

Mamma

Mamma við eigum fleirri vini en þig !!!!!! Þú hefur hvort sem er ekkert að gera í þessari vinnu þinni, ha ha ha ha nei ég segi svona,
en það er nóg fyrir þig að skrifa einu sinni :)
Takk fyrir að vera svona dugleg að kíkja á okkur.

fimmtudagur, mars 04, 2004

komnar með Gestabók;)


hey þú já þú hættu að bora í nefið og skrifuðu í gestabókina okkar

Kveðja Pálína og Sonja

miðvikudagur, mars 03, 2004

Miðvikudagur til mæðu

Sælt verði fólkið :)
Hér í Furulundinum var mest lítið gert í dag aðeins kíkt í skólabækur til að friða samviskuna. Svo kíktum á Glerártorg til að finna eitthvað glingur fyrir Árshátíðar outfittið:) Okkur var svo boðið í bíó af Háskólanum ,,Alltaf að græða þið vitið" í þetta sinn var þetta gaman róman mynd en ekki klámmynd eins og seinast ha ha ha. Reyndar mjög góð mynd með Diane Keaton og Jack Nicholson og heitir Something's Gotta Give við mælum allavega með henni:) Eftir myndina fór Sonja á Árshátíðarfund og by the way þá þarf nefndin líklega að fara á Klepp eftir Árshátíðina ha ha ha.
Nú loksins er búið að redda öruggu fari fyrir Sólu og Rebekku vinkonur hennar Sonju. Þannig jibbý jibbý við fáum gesti um helgina. Mínir gestir sviku mig:( þið vitið hver þið eruð! bara að láta ykkur vita ég er mjög sár.
Jæja ég nenni ekki að bulla meira það er kannski best að fara kannski að sofa.
túrílú og góða nótt
já og bara að láta ykkur vita að það eru 3 dagar í Árshátíðina okkar

þriðjudagur, mars 02, 2004

mmmmm lasagne !!!

Við erum að verða búnar að skríða saman eftir þessi smávægilegu veikindi. Stundum skólann að kappi :)
Stína kom í morgun frá höfuðborginni og í tilefni þess að mamma hennar sendi hana með mat aftur hingað norður þá bauð hún okkur Pálínu í mat. Það var hvorki meira né minna en lasagne að hætti stínu :) mmmmm og það var gott. *slurp*
En annars er bara undirbúningurinn að árshátíðinni í fullum gangi. Fórum að versla skoða föt og annað skemmtilegt fyrir ballið.
Jæja þá er það svefninn ....túrílú

P.S. Ef einhver veit um far úr Reykjavík og hingað norður á föstudaginn endilega láta mig / Sonju vita sem fyrst. Takk Takk !

mánudagur, mars 01, 2004

Til hamingju með daginn kæru landsmenn

Í dag 1 mars eru 15 ár síðan bjór var leyfður á Íslandi og fögnum við því eins og hátíð. Meiri bjór og límmóðaði ég kem með hraði til í allt .............
það er líka annað fagnar efni við þennan dag því hún Nanna góð vinkona okkar á afmæli í dag=) og óskum við henni innlega til hamingju með afmælið. En hún er 22 ára í dag.
Við fórum í Bónus í dag og versluðum fyrir aðeins 1300 kr á mann því þessi mánuður á að vera sparnaðar mánuðurinn mikli=/ og lifum við því bara á hafragraut og pasta.
Um helgina gerðum við nú mest lítið. Félagi Patti kom aftur í heimsókn og fórum við í langa göngu saman. Við vorum líka duglegar að læra=) Klukkan 5 var svo tekinn pása til að fara til Höllu að horfa á leikinn auðvitað og vorum við Akureyrarbúar mjög sáttir með lokastöðuna ÁFRAM KA JIBBÝ JIBBÝ.
heima hjá Höllu var líka Ægir og hans nýja frú og 2 aðrir vinir hans. Eftir leikinn fórum við Sonja og Halla hingað heim og pöntuðum pizzu á Háskólaverði svo andskoti billekt;) Svo var smá teiti heima hjá Höllu en við Sonja vorum svo prúðar að við vorum á bíl. Um 12 ákvöðuðum við að stinga af og fara að taka okkur spólu og kaupa nammi á hálf virði (alltaf að spara) ha ha. Sunnudagurinn fór svo allur í að dikta hann Ingvar sem er pain dauðans. Jáhá kæru lesendur svona var helgin í Furulundinum vonandi var hún eins skemmtileg hjá ykkur
jæja heyrumst síðar túrílú

P.s 5 dagar í Árshátíðina:)

og já ég vil þakka mömmu og Lindu fyrir búðarrápið sem þær fóru í fyrir mig Pálínu til að finna bol á mig fyrir Árshátíðina takk takk I love you