miðvikudagur, apríl 28, 2004

Síðan liggur niður vegna prófanna

Síðan liggur niðri vegna prófanna. Fólk verður að sýna biðlund og skilning. Næst verður bloggað um helgina 14 –16 mai. Þá fáið þið fréttir af prófunum Fyrirfram þakkir Sonja og Pálína

laugardagur, apríl 24, 2004

Bongó blíða

Í dag er bongó blíða hér á Akureyrir:) sem væri alveg gleðiefni ef að við þyrftum ekki að sitja inn að læra:( En það þýðir víst ekki að grenja yfir því. Það er nú mest lítið að frétta af okkur, há punktur sólahringsins er sá tími kvölds þegar við getum farið að sofa úff sofa:) Morguninn í morgun var pínu sérstakur því að þegar við vöknuðum þá skelltum við í eina köku eins og var títt hér á öldum áður hjá íslenskum konum. Kakan var ekki bara búin til, til að minnast formæðra okkar, nei kakan var fyrir hana Fanney sem á afmæli í dag, og þar sem við erum fátækir námsmenn þá er henni bara gefin kaka.
Maður er alltaf að sjá hvað það geta verið mikil mistök að flytja langt frá foreldrum sínum. Eins og t.d hefur pabbi minn alltaf séð um að skipta um dekk á bílnum. En þar sem karlinn þarf að búa í Kópavogi og ég hér á AK. þá þurfti ég bara að gjöra svo vel að gera þetta sjálf. En þegar ég kom út í geymslu þar sem sumardekkin voru geymd þá vantaði eitt dekk djöfsi maður!!! það hefur gleymst í bænum en það reddast. Að skipta um dekk er ekkert flókið mál meira að segja ljóskur eins og ég getum gert það. En það væri miklu minna mál ef maður vissi í hvaða átt á að snú á þessum helvítis tjakk. Ég held ég hafi tjakkað bílinn 4 sinum upp þegar að hann átti að fara niður. Æi þetta tókst á endanum:) en ég var búin á því eftir þetta.
En jæja best að fara að læra.
Túrílú þangað til næst og já Fanney til hamingju með afmælið:)

föstudagur, apríl 23, 2004

It's my best sisters birthday;)

Dísesa hún Linda pinda stóra systir mín (Pálína) er orðin 27 ára, já 27 ára. Ég var að ræða við hana um daginn og hélt því stöðugt fram að hún væri að verða 25 ára (sem þýðir það að ég sé bara 20 ára) en nei hún sagði að hún væri að vera 27. Ég hló nú bara af henni en hún var ekki að kidda mig sem ver og miður. Æi ætli maður verði ekki að sæta sig við það að maður sé að eldast ( en ég verð nú ekki 22 ára fyrr en í sumar) :).
Jæja Linda mín það þýðir ekki að grenja yfir þessu:( Því óska ég þér innilega til hamingju með afmælið og megir þú njóta elliáranna:) Hafðu það sem allra allra best í dag.
Þín systir Hugrún
Og já Krínstín mamma hennar Steinunnar á líka afmæli:) Til hamingju með afmælið Kristín;)

miðvikudagur, apríl 21, 2004

Grillveisla !!!!

Jebba eftir að búið var að ákveða að hafa grillveislu var henni slegið á frest...en þá var svo mikið "tuðað" yfir því að ákveðið var að slá þessu upp í kæruleisi og halda hana. Það eru einfaldar leikreglur .... allir koma með sinn mat og ég og pálína sköffum grillið :) þar sem við erum nú með þetta fína gasgrill á svölunum. Þá er þetta bara tilvalið í góða veðrinu sem er búið að vera hérna í dag hátt í 15 stiga hiti. Ætli við þurfum ekki að fara að fjárfesta í sólarvörn hérna ..... því það er spáð 20 stigum hérna um helgina jibbbýýýý!!!! Loksins er þetta sumar að koma, en það þýðir reyndar bara eitt .... að það styttist í prófin og það er ekki eins spennandi :/

Best að fara að hita grillið og krydda nautakjötið (sem er sponserað úr sveitinni fyrir austan:)

-Túrilú !! - *slurp*

þriðjudagur, apríl 20, 2004

Ekki má gleyma vöflunum hennar Stínu

Í gær bauð hún Stína okkur í vöflur ummm slurp slurp:) og auðvitað voru nokkrar myndir teknar af myndarskapnum:)

Og já svo verður maður að nú að segja ykkur frá nýju nágrönnunum okkar. En þeir eru nú alveg crazy in the brain house. Í gær þegar við vorum að læra byrjaði rás eitt að góla niður til okkar, allt í einu var ég komin heim til afa að hlusta á fréttir og dánarfregnirnar en ég var ekki hjá afa ég var á Akureyri. Ætlaði ég þá að rjúka inn til Sonju og skamma hana. En þá fattaði ég að þetta kæmi ekki frá henni heldur kom þetta af efri hæðinni:( Þar sem að ég er mjög kurteis og þolinmóð manneskja Hóst Hóst!! þá ákvað ég að leyfa þeim að hlusta á útvarpið í friði en ef þetta verður aftur svona í dag þá fer ég sko upp. urr

Fjallið ógurlega

Þegar við vöknuðum í morgun var sól og blíða:) En fjallið var svart af þoku sem er ekkert smá spúkí;( ætli að það verði þrumur og eldingar í kvöld kannski heyrum við líka í úlfum gólandi díses mamma ég er hrædd:(
Þar sem að það eru bara 3 kennsludagar eftir af þessari önn þá erum við byrjaðar að læra á fullu fyrir prófin sem byrja eftir akkúrat 2 vikur;/ En pælið í því að litla Sonja og litla Pálína Hugrún eru að verða búnar með fyrsta árið í Háskóla ohhh við erum svo klárar=).
Þó veturinn er að vera búin erum við Sonja ekki að fara að aðskiljast því við fengum báðar vinnu á Skurðdeild (þar sem við vorum í fyrra) í sumar díses í enda sumarsins eigum við ekki eftir að þurfa að nota talmál til að tala saman við getum bara notað handahreyfingar eins og gömul hjón.
Við hittum Siggu okkar í páskafríinu:) það er allt gott að frétta af henni, hún gjörsamlega blómstrar. Komin með myndarlega kúlu:). Það verður nú gaman í sumar hjá henni með barnavagninn á röltinu í bænum, en því miður Sigga þú átt örugglega ekki eftir að losna við okkur:)
Jæja þetta kæruleysi þýðir ekki ég verð að fara að læra
túrílú þangað til næst:)

sunnudagur, apríl 18, 2004

Komnar heim í heiðardalinn

Jæja jæja þá hefst bloggið aftur :) Páskafríið var yndislegt !! Náðum báðar að hlaða batteríin fyrir allan lesturinn sem er framundann.

En hérna eru myndir úr ..... road tripinu Túrílú

sunnudagur, apríl 04, 2004

Verknámið

Jæja þá fer þetta verknám alveg að klárst. Eigum bara 2 vaktir eftir :) En þetta er búið að vera roaslega skemmtilegur tími og kemur á óvart hvað okkur fannst þetta skemmtileg vinna. Við erum búnar að læra margt nýtt. Colleen hjúkka á deildinni er búin að kenna okkur nudd....ekki amalegt ;) Hver veit nema að við æfum okkur á einhverjum í páskafríinu. En sjáum til með það. Einnig erum við búin að vera að æfa okkur að taka blóðþrýsting og það gengur alveg þrusuvel. Á síðasta fimmtudag var bingó á deildinni og hlakkaði öllu vistfólkinu rosalega mikið til, þar sem þetta er góð tilbreyting fyrir það. Hérna er mynd af okkur í þessum líka glæsilega búning sem við verðum að vera í. Svagalega sætar :)

Í gærkvöldi skelltum við okkur út og horfðum á AK- Extreem. Sem er snjóbrettamót sem var haldið niður í gili. Það var búið að hlaða upp gámum til að setja pallinn upp við og flytja svo þann litla sjó sem er upp í fjalli niður í bæ. En það var ótrúlegt hvað þessir dúddar geta gert með þessi bretti föst á löppunum.

Við erum að fara á köldvakt á mánudag og svo morgunvakt á þriðjudag og svo er það bara Reykjavík baby !!! Okkur hlakkar ekkert smá til að komast í bæinn ...jibbý !! erum komnar með svolitla heimþrá enda ekki búnar að koma í bæinn í tvo mánuði.

Svo að þið vitið þá verður ekkert bloggað fyrr en eftir páskafrí .... þannig að vonum að þið eigið gleðilega páska :) - túrilú

föstudagur, apríl 02, 2004

Steinunn mín á afmæli í dag:)

Jáhá my girl á afmæli í dag hún er 22. ára dísess hvað maður er orðin gamal maður ætti bara að fara að panta pláss á elliheimilli nei ég segi svona til hamingju með afmælið elsku Steinunn mín:)
Læt Sonju skrifa meira á eftir og þá verð ég búin að láta inn myndir af okkur í búningnum:)

fimmtudagur, apríl 01, 2004

Djöfulsins pöddur:(

Helvítis djöfulsins andskotans pöddur@!%& Dísa granni var að þrífa hjá sér sem er ekki frásögu færandi en þegar hún opnaði pottaskápinn komu fullt af pöddum á móti henni ohooojjjj. Hún hringdi á meindýraeyði sem kom og sagði að það þurfti að eitra allan stigaganginn og þá meinar hann okkar íbúð líka. díses :( og það er meira við þurfum að finna okkur stað til að vera á í heila viku með allt draslið okkar uhhu. En NEI það er ekki hægt að gera þetta um páskanna þegar við verðum að heiman neeeeeeeeeiiiiiiiiiiiiiiii það verður að gera þetta 14 apríl þannig að við verðum að fara fyrr norður eftir páska. helvítis djöfulsins pöddur. það er nefnilega svo leiðinlegt við höfum aldrei séð svona pöddu hjá okkur samt þurfum við að fara úr okkar íbúð. =(

En annars gengur rosalega vel í verknáminu allir dýrka okkur þarna. Við erum búin að læra mikið. Það eru bara 4 dagar búnir og við erum búnar með listann sem við áttum að læra. þær eru svo duglegar að kenna okkur sjúkraliðarnir og hjúkkurnar:) Í dag fórum við helgistund með fólkinu og á morgun verður bingó;) það er nóg að gera hjá þessu gamla fólki.
Við ætlum að taka myndavélina með á morgun þannig að þá sjáið þið myndir af okkur í búningunum og sjáið gamla fólkið í bingó :)
Túrílú þangað til næst.