föstudagur, maí 28, 2004

Við erum svo klárar:)

Við erum svo lang bestar. Við vorum að fá einkunn frá honum Ingvari úr erfiðasta áfanganum í hjúkkunni og við náðum báðar. Þá fara Lín peningarnir að fara að koma og þá er maður ekki lengur fátækur jibbý :) En allavega maður þarf víst að vinna í vinnunni heyri í ykkur seinna.

þriðjudagur, maí 25, 2004

Haldið þið ekki að Sonja eigi afmæli í dag:)

Til hamingju með afmælið Sonja mín:)
Við Sonja byrjuðum að vinna í gær sem var bara nokkuð gaman:) allir tóku vel á móti okkur. Svo komum við væntanlega í sjónvarpið í sumar því við fórum í þáttinn hans Þórhalls miðils í gær:) en hvorug okkar náði tengingu við hann sem var geðveikt fúlt en það var gaman að hlusta á hina sem náðu tengingu:) Þórhallur er líka ekkert smá fyndin. En það versta við þetta kvöld var það að við þurftum að sitja á geggjað vondum eldhússtólum í 2 klukkutíma sem var ekki gott fyrir rassinn ég er ennþá aum:( En allavega Leiðarljós er byrjað þannig ég er farin að glápa skrifa meira seinna:)
Túrílú og TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ SONJA

laugardagur, maí 15, 2004

Prófin búin !!!

jebba þá erum við loksins búnar í þessari prófatörn !! jibbý og erum við sko búnar að fagna því ærlega. Brunuðum upp í Kjarnaskóg þar sem próflokadjamm háskólans var haldið. Þar var grillað og var Æsi the grill master yfirkokkur á grillinum. *slurp slurp* :) Svo var einhver mjög sérstök hljómsveit að spila þarna með mjög frumstæðum hlóðfærum. Það var fáment en góðment. Það er nefnilega yfirleitt alltaf sami kjarnin sem mætir á allar uppákomurnar í háksólanum. Svo var farið í partý til Sigrúnar bekkjasystur okkar þar sem tekið var á móti okkur með fullu kæli af svellköldu áfengi og einnig var boðið upp á hott'n sweet fyrir þá sem þorðu. Hehehe og ekki fór það vel ofaní alla ;) Eftir þetta snildar partý skelltum við nokkrar okkur niður á Kaffi Ak og var Þröstur 3000 að þeita skífum .... smá tilbreiting frá honum Sigga Rún heheh. En við furulundargellur vorum búnar á því um hálf tvö leitið og skelltum okkur bara heim í bælið.

Í dag erum við bara búnar að vera að pakka niður á fullu og skelltum okkur svo í sveitina hennar Pálínu með smá dót sem við ætlum að geyma þar í sumar. En svo er það bara júróvison í kvöld .... ÁFRAM JÓNSI !!!! Við höldum að hann lendi í 12 sæti.

Við byðjum að heilsa bekkjasystrum okkar og takk fyrir skemmtilegan vetur :)

-túrilú

þriðjudagur, maí 11, 2004

Ekki meiri fótbolti fyrir mig

Jæja nú er erfiðasta prófið í hjúkkunni búið:) og vonandi þurfum við ekki að taka það upp:/ en allavega þá gekk það betur en við áttum von á. Nú er bara að sjá hvernig hann Ingvar okkar ætlar að dæma okkur, en við fáum ekki að vita niðurstöðina strax:( Eftir prófið skelltum við okkur á Subway við áttum það svo skilið. Svo skellti ég mér í vax sem ég (Pálína) sá svo sannarlega eftir. ( stelpur ekki fara í vax þegar þið eruð á túr því þá finnið þið miklu meira til) En allavega eftir þetta sársaukafulla vax fór ég heim og gjörsamlega rótaðist sem var ekki skrýtið því maður var að læra langt fram á nótt og vaknaði snemma. Um kvöldið eldaði Sonja þennan líka snilldar mat slurp. Svo var horft á OC og Survivior ( já hann Big Tom átti ekki von á því að vera hent út ha ha ha svona er að treysta vitlausu fólki) Eftir Survivor var svo farið í fótbolta þó það væri rigning. Nú var það almennilegur leikur Hjúkkur á móti Iðjum. Maður komst í sama fíling og í gamladaga í körfunni þegar maður var að spila á móti ÍR urr. En ég tók þennan leik kannski aðeins og alvarlega því mér tókst að togna í lærinu surprice surprice þannig það verður ekki meiri fótbolti hjá mér á næstunni.
æi jæja þetta þíðir ekki efnafræðin bíður heyri í ykkur seinna:)

laugardagur, maí 08, 2004

Fótbolti

Já það er margt brallað þegar maður á að vera að lesa. Í gær ákváðum við að fara út í fótbolta í galsanum:) við söfnuðum saman liði og ákváðum að hittast á KA vellinum klukkan 10. Ekkert mál en þegar þangað var komið kom í ljós að engin gat reddað bolta:( Þarna vorum við 7 stelpur tilbúnar að fara í fótbolta en engin bolti:( en við dóum ekki ráðalausar hringdum út um allan bæ í leit af bolta og loks um 10:45 fengum við bolta frá Tinnu iðju (takk Tinna). Jæja þá hófst sprellið og taktarnir hjá skvísunum ohbój ohbój en þolið var nú ekki gott eftir um korter stóðum við allar á öndinni dísess ,,hvar er þolið"!!! En við þraukuðum lengur og vorum að spila alveg til klukkan 12 en þá var ákveðið að við þyrftum að fara heim að sofa því stór læridagur framundan. En svo á mánudagskvöldið á að skella sér í körfu ,,3fallt heljarstökk fyrir því":) Allir þeir sem að þora að mæta og búa á Akureyri eru hvatir til að láta sjá sig:)
Kveðja Sonja Nisteroy/ Kobe Bryant og Pálína Becham / Jordan

fimmtudagur, maí 06, 2004

Ohh við erum svo klárar

Við vorum að fá út úr okkar fyrstu ritgerð í Háskóla og fengum báðar 8 fyrir hana:) Það er ekkert smá gott að vera búin að fá eina einkunn:) nú verður örugglega léttara að læra:). En jæja þá er bara fóstur og líffærafræði á morgun, því er best að hætta þessu hangsi og fara að læra.
Túrílú þangað til næst:)

þriðjudagur, maí 04, 2004

Prófin byrjuð og allt sem því fylgir

já við erum búnar með eitt próf og bara sex eftir !! úff .... Það er lítið annað gert hérna í furulundinum annað en að lesa og lesa meira. Enda á nógu að taka þrjár fullar möppur og 6 þykkar kennslubækur á þokkalega erfiðri ensku.

Það er nú samt ekki hægt að segja að það sé mikill lærdómsfryður hérna í blokkinni þar sem að það eru einhverji helv. pípulagningarmenn að brjóta allt og bramla akkúrat í íbúðinni fyrir ofan okkur. Og erum við nú með ókeypis veiðileyfi á pípulagningarmenn, má hver koma sem vill og öll vopn eru leyfð ! Fólk spyr sig kannski af hverju við förum ekki bara upp á bókasafnið og því er fljót svarað .... það er allt troðfullt þar og þyrfti maður helst að mæta svona um 5 leitið á næturna til að fráteka einn lesbás.

Veit ekki hvenar við höfum nennu eða tíma til að blogga næst þannig að - túrilú

P.S. Jódís gella á afmæli í dag komin á þrítugsaldurinn !!!! múhahahah (og giftingaraldurinn ;)

sunnudagur, maí 02, 2004

Bíddu ég hélt að það væri komið sumar

Ég veit að ég á að vera að lesa fyrir prófin en ég verð að deila ÞESSU með ykkur þeir segja að það sé komið sumar en samt snjóar:(
Hey já það eru komnar nokkrar myndir úr grillveislunni okkar
Æi nú er best að fara að læra prófin byrja ekki á morgun heldur hinn:( en það eru bara 13 dagar þangað til við komum heim í höfuðborgina