þriðjudagur, júní 29, 2004

Myndir af sjómannadeginum eru komnar inn

jæja loksins búin að láta inn nokkrar myndir af sjómannadeginum 2004.
Endilega kíkið inn.

Og já Sigga er ekki búin að eiga:( við verðum bara að bíða aðeins, en hún Sigga okkar er að gera allt sem í hennar valdi er til að reyna að fá barnið í heiminn. en við látum ykkur vita strax og barnið er komið:)
jæja Túrílú

fimmtudagur, júní 24, 2004

Vantar íbúð á Ak

Okkur vantar 4 herbergja íbúð á Ak til að búa í á næsta ári. Ef einhver veit um íbúð handa okkur þá má hann endilega vita. Líka ef einhverjum vantar að losna við húsgögn og svoleiðis. Okkur vantar 4 herbergja útaf því hún Dísulingur (granni) ætlar að fá að búa með okkur jibbý jibbý af því að við erum svo skemmtilegar. :)
En allavega látið okkur vita ef þið vitið um okkur.

sunnudagur, júní 20, 2004

Sjómannadagurinn á Patró er okkar Þjóðhátíð

Jáhá Patreksfirðingar kunna sko að skemmta sér allavega þegar sjómannadagurinn er:)
Við mamma, pabbi og Pálína Hugrún vöknuðum eldsnemma á laugardagsmorguninn (5 júní ) því ferðin var heitið vestur til að fagna sjómannadeginum á Patró.
Það var ekkert smá skrýtið að koma á Patró og sjá ekki turnanna, en það er allt annað að sjá bæin svona:) Fyrsta stop var í Essó til að kyssa Kristínu í bak og fyrir. Við fórum svo beint til Sirrý frænku og fengum kaffi þar.
Svo kíkti ég niður í sundlaug að hitta hana Steinunni mína. Hún sagði mér allt sem hafði gerst kvöldið áður en það var víst rosa fyllerí sem ég missti af læt það ekki gerast aftur:( Svo tókum við Fanney rúnt um bæin til að heilsa upp á liðið:)Þegar Kristín var svo loks búin að vinna fórum við á kraftakeppnina sem var niðri á höfn. Svo var dans stigin með Viðari og Matta á bryggjuballinu. En auðvitað beyluðu Kristín og Fanney á ballinu sem var uppi í Félagsheimili með Sólon þannig að við Steinunn kíktum á það einar. Steinunn þú ert sko djammari í lagi. Sólon er ógeðslega góð hljómsveit sérstaklega trommarinn sem ákvað að setja Íslandsmet í hellugöngu, en í það þarf maður Bleikan G -streng, 1 hellu (stóran Stein) og rass. En dúddinn tróð steininum á milli rasskinanna og labbaði með hann yfir dansgólfið. bravó Íslandsmet ;)
Á sun: þá kíkti ég nú bara með mömmu og pabba að sjá skemmtiatriðin en hvað er málið það er alltaf gott veður á meðan þau eru :) Svo var auðvitað dannað teboð heima hjá Sirrý sem maður missir ekki af því að húmorinn í fjölskyldunni er svo stórkostlegur hann snýst mjög oft um mig og verð ég því að mætta til þess að verja heiður minn.
En hápunktur helgarinar var svo auðvitað Papaballið:) ég verð nú að viðurkenna það að ballið er bara í smá pörtum en ég veit að það var ógeðslega gaman. Ég hitti Línu frænku á ballinu og dansaði við hana, og svo var ég nú bara mest að dansa við stelpurnar sem var alveg ógeðslega gaman þangað til dagin eftir því ég var með sár á fótunum eftir þessa helvítis skó:( En allavega svona var helgin í stórum dráttum. svo ætla ég að láta inn myndirnar sem að ég tók:)

Og já svo verður maður nú að óska Stínu vinkonu til hamingju með afmælið sem að hún átti 18 júní.

Og svo voru Jódís og Gunni að gifta sig í gær til hamingju með það:) en Sonja segir ykkur kannski frá því eftir helgi:)

föstudagur, júní 04, 2004

Sjómannadagshelgin loksins að bresta á:)

Já há nú er ég á vaktinni og hef ekkert að gera. En þegar ég er búin á vakt eftir 16 tíma þá skelli ég Pálína vestur á Patró jibbý ég er búin að bíða í ár eftir þessari helgi eða alveg frá síðasta sjómannadag. Sonja er eitthvað að beila ætlar að sleppa Sjómannadagshelginni í þetta sinn:( og verður henni sárt saknað:(, en það þýðir nú bara að ég verð að drekka 2falt (fyrir hana líka). Annars er allt gott að frétta af okkur við hittum Siggu á miðvikudaginn og svei mér þá hún stækkaði á meðan við vorum saman. Hún gjörsamlega blómstrar, en eins og þið sjáið hér fyrir ofan þá eru bara 21 dagur þangað til barnið kemur í heiminn. Já hún Heiðrún Londonbúi er ekki lengur Londonbúi því hún kom óvænt heim um síðustu helgi :0) oh það var svo gott að sjá hana aftur heim en við fáum nú ekki að hafa hana lengi því hún er að fara núna um helgina á Mývatn og ætlar að vera að vinna þar í sumar:(. Þetta verða svaka viðbrigði hjá henni London Mývatn he he he.
æi það er verið að kalla á mig þannig að nú er best að fara að vinna læt ykkur vita hvernig sjómannadagurinn fer:) Túrílú Pálína