þriðjudagur, júlí 20, 2004

Komnar með íbúð :)

Við erum komnar með íbúð:) við hliðin á Karólínu þannig að það er stutt í ölið he he he. Nei segi bara svona við fengum íbúð sem er 140 fm með öllu innbú sem er rosagott þá þurfum við ekki að flytja neitt norður. Við erum líka komnar með tvær aðrar gellur sem ætla að leigja með okkur. Önnur er gamli nágranninn okkar hún Dísessa en hinn þekkjum við ekki neitt, en hún er vinkona Rebekku þannig að hún er örugglega voða næs stelpa:) Það er allavega þvílíkur léttir að vera komin með húsaskjól í vetur:)
Annars er ekkert að frétta af okkur við fórum að heimsækja Siggu, Árna og strumpinn:O).
sem er ekkert smá stór og sætur algjör strumpur:) það koma myndir inn af honum fljótlega:)
Svo er Sonja að fara til eyja á morgun í rigninguna:) ( ég er ekkert öfundsjúk neeeeiiii.
já svo koma bráðum inn myndir úr vinnunni en við fengum smá flipp þar og tókum fullt af myndum he he gaman gaman.

jæja best að fara að drífa sig í ræktina og reyna að hlaupa þessa fýlu af mér he he . túrílú


sunnudagur, júlí 11, 2004

Lítill drengur fæddur

Jæja þá eru Sigga og Árni Björn loksins búin að eignast lítinn prins. Hann fæddist á föstudagskvöldið síðasta. Hann var 18 merkur og 54 cm ... engin smá smíði :) Hann var tekin með keisara eftir að Sigga var búin að reyna að eiga hann í 18 tíma, læknarnir sáu loks að það var ekkert að fara að gerast. Innilega til hamingju Sigga og Árni með litla prinsinn :)

Erum enn þá að reyna að finna okkur samastað í vetur, vonum að það fari einhvað að ganga. Erum kannski komnar með eitt einbílishús til að leigja. Hinni kokkur ætlar að skoða húsið í dag fyrir okkur og vonum bara að honum lítist eitthvað á þetta. Finnst við erum að fara að búa þá vantar okkur hitt og þetta í búið. Þannig að ekki vera að henda neinu sem hugsanlega við gætum notað í búið, endilega talið við okkur fyrst

Túrilú - heyrumst síðar :)