fimmtudagur, ágúst 26, 2004

Að rotna í bridgesambandinu

Vá ég (Sonja) vissi ekki að það væri hægt að leiðast svona mikið á einu kvöldi ... það er EKKERT að gera hjá mér. En fyrir ykkur sem vissuð það ekki þá er ég að leisa af í bridgesambands sjoppuni þar sem að hún Rebba litla diskó**** stakk af á Kárahnjúka og vantaði einhvern hið snarast til að vinna fyrir sig hérna. Það er samt smá ljós púntir í þessu að ég fæ fullt af pening... pening sem manni vantar alltaf þegar maður er á leiðinni í skóla :)

Akureyrar æfintýrið okkar Pálínu byrjar á morgun. Það er síðasti dagurinn í vinnuni og við ætlum að kveðja með stæl og bjóða upp á ljúfenga köku (sponserd by mömmu hennar Pálínu) og nokkrar gerðir af ávöxtum ... eins og melónu, jarðaber, vínber og kíví :) Þegar við erum búnar með vinnuna okkar (vonandi um 1 leitið) þá leggjum við í hann. Ætlum að keyra heila 640 kílómetra alla leið austur á Breidalsvík. Þar sem okkur er boðið í skýrn hjá litla prinsinum hjá Siggu og Árna. Eftir að við höfum fengið að vita nafnið og háma í okkur kökur þá ætlum við að keyra sem leið liggur norður á Akureyri. Þar sem tekur við feiknar djamm... það er víst Shell - mótið & aðal-hözl-helgin. Það verður allt vaðandi í flottum karlmönnum þarna ... allir helstu handbolta gaurar landsins mínus landsliðið.

Við látum ykkur svo vita hvernig roudtripið verður og setjum öruglega inn þó nokkuð af myndum ef ég þekki okkur rétt ;)

Sonja & Pálína - landkönnuðir

laugardagur, ágúst 07, 2004

Nýjar myndir:)

Jæja nú var ég að láta inn nýjar myndir. Meðal annars af litla prinsinum hennar Siggu og myndir úr vinnunni:) he he ekkert blóð eða neitt svoleiðis bara við að pósa with some work mate;)
Svo var ég að bæta nokkrum heimasíðum inn t.d síðan hans lilla og svo síðan hans Binna litla fræna (Pálínu)
jæja heyrumst seinna