miðvikudagur, september 29, 2004

brjálað að gera

Jæja þá er komið að því:) Náttfataaaapaartý hjá Ollu (Ólöf) á morgun, svaka stuð, svaka grín:) allur bekkurinn ætlar að mætta:) eða þær sem gátu fengið pössun. Í partýinu verður horft á Dirty Dancing og læra að dansa eins og þau fun fun fun..... Það verður fullt af nami í boðinu og svo verður spilað..... Svo þegar við vöknum verður skellt í sig einum bjössa (bjór) og klætt sig í búninganna og skellt sér niður í bæ þar sem fjörið byrjar klukkan 12:30:)
En allavega þið fáið að heyra frá þessu á laugardaginn:)
Fyrsti fundurinn sem við héldum fyrir Eir félaga var í gær..... Það var geðveikt gaman því það var góð mætting. Á fundinum kynntum við Búninganna ( braveheart gellur) ekki segja neinum, við æfðum stríðsöskur og baráttu söngvanna sem Eir á, svo bjuggum við til kvatningaspjöld rosa flott ,, aðallega talað um brjóst Magister til mikillar ama". Annars myndaðist mikil stemmning, við ætlum sko að vinna þetta mót.
Æi jæja maður þarf að fara að læra búin að fresta því alla vikuna.
Túrí lú
G0 EIR

fimmtudagur, september 23, 2004

Vika í sprellið

Jæja nú styttist í sprellið:). Við í nefndinni hittumst í gær heima hjá Hrafnhildi og héldum smá fund með kaffi, kakó og gotterý. Á þessum fundi ákváðum við loksins hvað búningar Eir á að vera í þetta árið:) en það er leyndó þangað til á mánudaginn, spenna spenna hvað haldið þið að það sé. He he það er gaman að vita eitthvað sem fáir vita. En eins gott að Sonja sé með mér í nefndinni annars væri ég dauð. Því ég verð alltaf að segja einhverjum frá leyndarmálum.
Deildin okkar er í forystu í blóðgjöf sem er bara gott mál. go hjúkkur og iðjur:) vonandi stöndum við okkur eins vel í hinum þrautunum.
Annars er bara lítið að frétta af okkur. Sambúðin gengur bara nokkuð vel og okkur líður öllum sem best. Við Sonja ætlum svo líklega að skella okkur í sveitnna á laugardaginn því þá eru Laufskálarétt (hrossaréttir).
Jú ég sagt ykkur að ég Pálína þurfti að strippa fyrir bekkinn minn í dag og láta kennarann skoða mig í krók og kimma. Nei nei mamma þetta var ekki svo slæmt ég þurfti bara að fara úr bolnum og fékk að vera í mínum bleika íþróttatop! heppilegt. En niðurstaðan var nú góð það var ekkert af lungunum mínum. he he svo fékk ég að taka Sonju í gegn sem var bara gaman.
jæja Dísa er búin að kalla á okkur í mat þannig bara þangað til næst
Pálína og Sonja They will never take our freedome:)

mánudagur, september 20, 2004

Nýjar myndir

Jæja komnar nýjar myndir inn í möppuni "Skírn hjá Unnari Karli". Endilega skoðið myndir af 240 fermetrunum og nokkrar partýmyndir :)
Svo megið þið gjarnan kommenta á myndirnar finnst þið eruð nú að renna í gegnum þær :) ok!

Túrlílú - Sonja & Pálína - blóðgjafar :)

fimmtudagur, september 16, 2004

Breytt útlit

Alveg briljant eins og einhver ónefnd sjónvarpskona mundi segja.
Já við ákváðum að skipta um útlit á blogginu ... orðnar aðeins of þreyttar á því gamla. Það verða samt einhverjar lagfæringar á næstu dögum.
Endilega commentið á nýja útlitið.

Sonja & Pálína - allar í nýjungunum

miðvikudagur, september 15, 2004

Þurfti að skafa í morgunn

jáhá það vetrar snemma hér á Akureyri. Þegar við vöknuðum á mánudagsmorgun þá var komin snjór í fjöllinn. 2 morgnum síðar þurftum við að skafa af bílnum. ég segi bara þetta burr veturinn er kominn. Annars er bara allt gott að frétta héðan nema það ég (Pálína) nældi mér í haustpestina í bænum og er búin að láta mér leiðast heima síðustu 2 daganna.
Nema ég álpaðist með stelpunum í bonus og á bakaleiðinni gerðist þetta ........
,,Ó mæ god.......það gerðist svo fyndið......við stelpurnar fórum í bónus áðan og svo á leiðinni heim fórum við með bílinn á bensínstöð til að stilla loftið í dekkjunum......jæja hafdís reddaði því eins og ég hefði aldrei gert annað!!!! SKO MÍNA....eins og í stellu en allavega svo ákvað ég að skola af bílnum.....og dobblaði pálínu til að taka aðra hliðina á móti mér svo við yrðum nú fljótari........ok við náðum okkur báðar í kúst og svo heyri ég bara öskur.....og pálína bara sprautandi útí loftið og þar á meðal helling á mig......´HEHEHEH þá sprakk slangan eða einhver fjárinn og þarna stóð hún með bununa beint í fésið og getur ekki gert nokkurn skapaðan hlut....ég náttlega datt bara nærri í götuna úr hlátri meðan greyið pálína öskraði....SLÖKKTU Á HENNI...SLÖKKTU Á HENNI............loksins náðist þó að slökkva á bévítans slöngunni og Pálína var náttlega ekkert lítið blaut.....Sonja sat svo veinandi inní bíl meðan þetta gerðist......sjett þetta var svona eins og í bíómyndunum.....þegar slangan fer af stað....sem betur fer lyftist Pálína ekki frá jörðinni....þá hefði þetta náttlega ekki verið eins fyndið!!!! .......eftir þetta ætlaði ég nú ekki að þora að kveikja á mínum kústi.....en sem betur fer var í góðu lagi með hann........Fólkið á bílastæðinu hefur náttlega bara þurft að halda inní sér hlátrinum......en ég veit það að ef ég hefði verið þarna í þeirra sporum þá hefði ég öskrað úr hlátri.....æ þið vitið hvernig ég er en allavega þá varð ég bara að deila þessu með ykkur...." (tekið af blogginu hennar Dísu http://www.blog.central.is/hafdisbjork)
Þetta er bara týpísk Pálína eins og þið þekkið öll. Þetta bætti samt ekki á kvefið.
Alla vega þá var fyrsti stjórnarfundurinn okkar Sonju hjá Eir og það gekk bara rosa vel. Fyrir ykkur sem ekki vita það þá erum við komnar á fullt í félagslífið Sonja er orðin gjaldkeri og ég varaformaður. he he hverjum hefði dottið þetta í hug.
æi ég er hætt þessu bulli sjáumst síðar Túrílú

sunnudagur, september 12, 2004

V.V. & B.

Takk fyrir !!! vinir vors og blóma !!!! Geggjað ball á Sjallanum :)

Ég og Dísa skeltum okkur á ball og sjáum sko EKKI eftir 1800 kallinum í þetta. Þvílígt kvöld !!! Dönsuðum af okkur lappirnar (og Dísa í bókstaflegri merkingu, það steig einhver gella á aðra löppina á henni). Fórum fyrst í innflutningspartý til "Gæsa". Þar var hellingur af skemmtilegu fólki sem var hægt að djóka aðeins í ;) Löggan kom meiri sega og allt saman ... þetta var svona fullorðins partý.

Takk fyrir frábært djamm .... sáumst í þynkuni á morgun :)

Og eitt enn ekki vera svona "svartsvín" !!!! hehehehehe

þriðjudagur, september 07, 2004

back in Akureyri

Jæja gott fólk við erum lentar á höfuðstað norðurlands ... Akureyri. Komnar í höllina okkar. Það var smá misskilningur með að þetta væri 140 fermetra íbúð ... þetta er 240 fermetrar !!! Halló þannig að þetta eru ekki nema 60 fermetrar per mann. Það er risavaxinn "prom"- stigi hérna(sem t.d. er hægt að renna sér niður á dýnu ... ef maður er með smá svefngalsa :) Einnig eru ekki nema þrjú sófasett, borðstofuborð, huges eldhús, tvö klósett og fjögur svefnherbergi. Og ekki má gleyma veröndinni sem er með fullt af garðhúsgögnum og litlum skúr.
En nóg um það þið verðið bara að vera dugleg að koma í heimsókn hingað norðuð til að sjá The Mansion !! (það er nú samt ekki allt fullkomið hérna, við búum nenfilega við hliðina á kirkjuni hérna ... og hún hringir bjöllunum á kortersfresti frá 7 á morgnana þangað til á miðnætti. Er það ekki full mikið ??? Svo fær hún flipp á sunnudögum þegar það er messa. Er einhver tilgangur með þessu ??? getur einhver svarað því ?)

Okkur tókst samt að keyra rúmlega 1000 kílómetra á leið okkar hingað norður. Fórum lengri leiðina þar sem við fórum í skírn til hans Unnars Karls Stephensens alla leið á Breiðdalsvík. Ekkert að því ... við vorum bara eins og verstu túristar með kortabók og myndavél hvar sem við stoppuðum :)

Annars er bara allt fínt hérna fyrir norðan. Skólinn byrjaður og allt komið í fullan gang hérna.

P.S. Við viljum þakka Önnu Huld og Evu fyrir að leifa okkur að gista nokkrar nætur þegar við vorum heimilislausar.

Túrílú
Sonja & Pálína - háskóla- & miðbæjargellur