sunnudagur, október 31, 2004

45 mín í nóv:/

arg hvað tíminn líður hratt. Bara mánuður í próf :( nú verður sko látið í 5 gír hvað lærdóminn varðar....
Helgin var nú tekin með ró hjá mér Pálínu fyrsta laugardagskvöldið mitt hér á Ak sem ég var heima..... en það var nú önnur saga um Sonju sem skellti sér nú bara á ball í gær:) en hún kom heim á kristilegum tíma þannig að þetta er allt í lagi,,,,
Annars voru mamma og pabbi hjá okkur um helgina:) það var mjög gaman að fá þau gömlu í heimsókn og geta sýnt þeim höllina... Þau komu nú svolítið seinnt á föstudagskvöldið og fóru bara að sofa þegar sýningartúrinn og yfirheyrslan var búin... Svo þegar ég vaknaði á laugardaginn þá var mamma bara búin að gera hafragraut.. umh efir að maður hafði skóflað í sig grautnum fórum við mamma í búðarráp. en alltaf þegar við mæðgur förum í búðir þá verslum við sko nóg og auðvitað var þetta skiptið ekki öðruvísi:) mamma splæsti á okkur báðar bol og skó og svo fengum við Sonja hitaketil og snjókarl í innflutningsgjöf.. Á meðan við mamma versluðum þá var pabbi bara heima að gera við rúmið mitt...
Við 4 fórum svo á rúntinn austur á Mývatn með viðkomu hjá Goðafossi... þegar heim var komið elduðum við Sonja þetta dýrindis lasagna....
Á sunnudagin var svo tekin rúntur um Ak þar sem foreldrarnir fengu að sjá skólann minn og svo auðvitað var farið í Brynju til að fá sér ís...
jæja þetta var nú góð helgi leyt að maður þurfi að enda hana með því að fara að sofa.
en á morgun tekur önnur skólavika við. Og svo er það borgunardagur á morgun...
jæja túrílú og góða nótt

laugardagur, október 30, 2004

uppspretta fallegra karlmanna ...

Jú jú ég og Pálína erum búnar að finna uppsprettu fallegra karlmanna hérna á Akureyri. En höfum hugsað okkur að segja engum frá því. ... heheh nei nei getum svo sem alveg uppsljóstrað þessu .... þeir halda sig semsagt á lagernum í Rúmfatalagernum :) Við erum búnar að fullreyna þetta fórum síðasta vetur að kaupa fullt af stöffi og þurftum svo að fara á bakvið á lagerinn til að sækja þetta og viti men þar var einn gullmyndarlegur piltur sem aðstoðaði okkur og bar þetta allt saman fyrir okkur út í bíl og kom þessu fyrir. Svo fórum ég og Pálína í gær að kaupa skrifstofustól fyrir mig :) (sponserd by mom) og við þurftum auðvitað að fara á bakvið á lagerinn til að ná í stólinn.... og þar kom annar jafnvel myndarlegri en í hitt skiptið og aðstoðaði okkur með kassan út í bíl :) úff ! hann var hrikalega flottur. Þannig að ef einhver er að fara í rúmfatalagerinn á næstuni og vantar einhvern til að fara með sér þá endilega hringið í mig síma : 865 ....

Annars er ball með í svörtum fötum á Sjallanum í kvöld og veit ég um þó nokkra sem eru að fara .... en bíst ekki við því að maður skelli sér ... þótt að hundrað fyrstu fái frítt inn. Þetta er nefnilega orðið svolítið kjánalegt þegar það er 18 ára inn og maður er beðin um skilríki :( og svo er Sjallinn fullur af krökkum sem eru ekki mikið meira en 16 ára. hnuss !! ég bíð bara eftir enn einu rómuðu Papaballinu sem vonandi verður fyrir prófin.

Túrílíu Sonja og Pálína - búnar að sleikja veiðihárin

P.S. þið meigið alveg skrifa í gestabókina ...

fimmtudagur, október 28, 2004

Dísa sagði okkur að blogga

Er vikan búin díses.... jeh minn einni og maður ekkert búin að gera.... Nei maður getur nú ekki sagt það. Við fórum nú á dekkjarverkstæði á þriðjudaginum og fengum að smella inn mynd.. en allavega á dekkjarverkstæðinu var voða kammó maður og vissum við varla hvort hann væri að reyna við okkur eða hvað... hvað er málið maður má varla fara út lengur.....
jæja.. það er nú mest lítið að frétta af okkur. Eirarkvöldið gekk bara nokkuð vel... pínu mikið af bjór og sumir fengu að finna pínu fyrir því á sunnudaginn og sögðust vera hætt að drekka.. en er það ekki of gróft til orðanna tekið??? en hinn helmingurinn af þessu bloggi sagðist ætlanú bara að taka sér pásu fram af sveitaballi. það var svo einhver skarpur sem benti henni á það að það væri aðeins 1 helgi. En allavega þá verður tekið frí um helgina.. Og var þá tilvalið að fá pabba og mömmu í heimsókn.. en þau koma sem sagt á morgun jibbý skippý.. hvernig ætli þeim líki höllinn humm. Dísa og Ester ætla að skella sér suður í menninguna á morgun. þannig að við verðum bara einar í kotinu þangað til mamma og pabbi koma..
æi ég get ekki skrifað meira Dísa talar svo mikið... fyrst segir hún manni að blogga og svo talar hún bara og talar.. common hvað á maður að gera...
túrílú

laugardagur, október 23, 2004

Það er alltaf nóg að gerast hérna fyrir norðan. Við hjúkkur á 2 ári skelltum okkur allar með tölu á konukvöld á Sjallanum í boði létt 96,7 ... vorum svaka fínar mættum allar með svona heimatilbúin hjúkkukappa. ... það munu koma myndir af því síðar hérna inn :) Ekki nema um 600 konur mættu og troðfylltu húsið. Það var rosa gaman Jón Sig , Friðrik Ómar og Dúkkulísurnar tóku nokkur lög ásamt einhverjum fleirum. Svo voru tískusýningar og margt fleira að gerast þarna. Einnig var verið að gefa fullt af einhverjum vinningum eins og t.d. ferð fyrir tvo til London eða Köpen .... allir voru voða spenntir yfir þessu þegar verið var að draga út ... en nei ! við Pálína vorum sko ekki dregnar út í þetta sinn gengur bara betur næst :)

Alltaf sama dugnaðurinn á þessu heimili hérna .... ég, Sonja bakað hvorki meira né minna en 3 pizzur ! og mátti hver og einn ráða áleggjunum á sinn eigin helming .... hún varð samt í þykkari kanntinum og þurfti aðeins lengri tíma inni í ofninum en tókst samt að baka hana fyrir rést :)
Svo í gærkvöldi ... föstudagskvöldi ákváðum við Pálína að taka það bara rólega og leigðum okkur 2 spólur ... (hhmmm langt síðan við höfum gert það á þessu heimili ) og fórum tiltölulega snemma að sofa. Á meðan aðrir heimilisbúar skelltu sér út á lífið og tóku lífsmörkin á Kaffi Ak.

Í kvöld er svo planað Eirarkvöld fyrir heilbrigðisnema :) þar sem við ætlum allar að hittast niður á gamla lundi niðrá eyri og borða Pizzur og drekka smá öl og fara í leika ... svo er ferðinni líklegast heitið á Sjallann ... surprize surprize :) ... þar sem DJ Páll Óskar verður í húsinu ... jibbý !! þar er alltaf hægt að dansa af sér lappirnar þegar hann er á svæðinu og tekur Eurovision - sjovið sitt !!!

Sjáumst í kvöld í fullu fjöri !
Sonja og Pálína - Eiringar

sunnudagur, október 17, 2004


Um 2 leytið í dag byrjaði að kyngja niður snjó:) og nú í kvöld var komin svona mikið af snjó og en snjóar... arg og við á sumardekkjunum...
Posted by Hello


snjórinn hér á AK
Posted by Hello

föstudagur, október 15, 2004

dugnaður er þetta:)

Maður er allur að fara í gang") þó fyrr mætti vera....
Við Sonja erum búnar að labba 3x í skólann í þessari viku sem er bara viku mett... haldið þið að það sé...
Svo skellti ég mér í ræktina með Önnu Huld á miðvikudaginn og svo með Evu í gær... oh ég er svo stollt... En sjett ég hélt aldrei að ég myndi sakna sporthúsins svona mikið... uhhu en þið Kópavogsbúar sem ekki vitið það þá eigið þið bestu rækt í heimi... allavega miðað við Akureyringa.. en besta ræktin þeirra er niðri í kjallara á íþróttahöllinni... ég er að tala um það að hún er minni en stofan hérna í listagilinu þið munið staðnum sem segir 6") maður svitnar um leið og maður labbar inn í þessa rækt sem er kannski ekki það versta þá brennur maður kannski meira. Þarna eru líka tæki sem eru held ég bara eldri en jörðin.. En nei maður má ekki vera að þessari neittkvæðni... það var ég sem vildi flytja á Akureyri...

En aðeins af skemmtilegra efni;) Þá skellti ég Pálína mér í bíó í gær með Soffíu og Evu... Við fórum að sjá Wimbledon með Paul Bettany sem er bara frekar myndarlegur og Kristen Dunst. Þetta var svona ekta stelpumynd oh hún var svo sæt og hún var líka bara þó nokkuð fyndin.... ég mæli eindregið með henni fyrir stelpur.....

æi jæja er ekki best að fara að hafa sig til fyrir skólann.. 3 tímar hjá Arthur Love:( ekki nógu spess..
Túrílú Pálína

þriðjudagur, október 12, 2004

Við erum frægar hér á Ak

Hann Ægir tók þetta viðtal við okkur og birtist það í tímariti hér á Akureyri sem heitir VIÐ.. Haldið þið að það sé við erum orðnar frægar á Akureyri;) Það fylgdu líka með nokkrar myndir þ.á.m mynd af okkur sem við erum alls ekki sáttar við urr... en samt þetta er geggjað cool..

Vinkonurnar; Sonja Dögg Hákonardóttir (22) annars árs nemi í hjúkrun, Ester Bergsteinsdóttir (21) fyrsta árs sálfræðinemi, Hafdís Björk Jensdóttir (22) annars árs sálfræðinemi og Pálína Björgvinsdóttir (22) annars árs hjúkrunarnemi leigja saman glæsilegt 240 fermetra húsnæði við Kaupvangsstræti, efst í Listagilinu. Húsnæðið er gríðarlega rúmgott og því væsir ekki um stúlkurnar. Þær eru með stóran sólpall austan megin við húsið sem þó nýtist ekki sem skildi á þessum árstíma.
Stelpurnar koma hvaðanæva að og er samsetningin á þeirra vinahópi e.t.v. dæmigerð fyrir samsetningu háskólans á Akureyri. Pálína er Kópavogsmær, Sonja kemur frá Barðarstönd, Ester úr Garðabænum og Hafdís úr Hafnafirðinum.
Aðspurðar um helstu kosti og galla staðsetningarinnar, þarf blaðamaður ekki að bíða lengi eftir svari. “Kirkjan er verst sko” segir Hafdís ákveðin,“hún, eða öllu heldur kirkjuklukkurnar eru alveg mesti gallinn við staðinn!”. Sonja nefnir ónæðið sem umferðin um gilið veldur, sem þær taka allar undir.
Þegar talið berst að kostunum er það óumdeilanlega nálægðin við miðbæinn. “Engin leigubílakostnaður” segja þær allar í kór. Hafdís og Pálína hafa yfir að ráða bíl og því eru samgöngur í og úr skólanum ekki teljandi vandamál.
Uppáhalds staður stelpnana í þessu risa rými er hornið hjá kringlótta glugganum. “Það er líka rosalega gott að læra í þessum stól”, segir Pálína og bendir á stól við kringlótta gluggann, “sérstaklega þegar það er eitthvað danskt fólk fyrir utan”, bætir Hafdís við og vinkonurnar hlæja allar sem ein og er greinilegt að einhvers konar einkahúmor er hér á ferð. Það sést glögglega á vinkonunum að sambúðin gengur vel og að á heimilinu sé hláturinn tíður gestur.
Blaðamaður er ekki lengi að sjá hversu vel íbúðin hentar undir heimboð og getur því ekki stillt sig um að spyrja að því hvort að íbúðin hafi verið vígð formlega með teiti. Stelpurnar segja að svo sé vissulega og að það hafi farið sérlega vel í nágranana því að þeir séu hreinlega ekki til staðar. “Deiglan er öðrum megin og svo er eitthvað fólk sem er rosalega sjaldan í hinni íbúðinni”, segir Pálína.
Önnur augljós spurning er varðandi þrif á þessu risavaxna húsnæði? “Þrif?”, segja þær allar í kór og hlæja svo dátt. “Það hefur ekkert reynt á það”, segir Sonja, “reyndar var Ester eitthvað að baksa með Kirby ryksuguna um daginn”. Ryksugan sú arna er einmitt uppáhalds heimilisáhald stúlknanna um þessar mundir.
Mesti tíminn fer ekki í að þrífa heldur að ákveða hvað eigi að hafa í matinn að sögn stelpnanna. Þær séu hver með sínar sérþarfir og því sé oft erfitt að ákveða matinn svo að þær geti allar vel við unað.
Stelpurnar eru ekki fullvissar um að halda húsnæðinu út skólaárið því að íbúðin sé á sölu og því mega þeir búast við að ef hún selst á misserinu þurfi þær í önnur hús að venda. En þangað til er augljóst að það verður líf og fjör á Kaupvangsstrætinu.
Með viðtalinu fylgdu svo myndir af okkur og húsinu....... Textinn undir myndinni af húsinu var svona: Staðsetning sem segir sex!!!! Hehehehehehehe

komnar aftur heim

En ein helginn að baki... og var þessari helgi eytt í Höfuðborginni:)
Við hoppuðum upp í bílinn eftir skóla á fimmtudaginn (afmælisdaginn hans Binna.. til hamingju með daginn Binni:)) og brunuðum til Reykjavíkur.....
Á föstudaginn fórum við svo að heimsækja Siggu okkar og Unnar Karl... vá hvað barnið stækkar, hann er líka orðin svo myndarlegur. Það var ekkert smá gaman að sjá þau, maður var líka byrjaður að sakna hennar Siggu okkar. Um kvöldið kíktum við svo á kaffi Viktor til þess að horfa á Idolið... Pálína fór svo bara heim snemma en Sonja hélt áfram að djamma, með stelpunum.. kannksi hún segir ykkur frá því.
Laugardagurinn (afmælisdagurinn hans Gumma bróðurs) fór svo í búðarstand en við kíktum svo til hennar Stínu X -granna. En hún var að flytja inn í nýja íbúð í Kópavogi.. lukkuleg.... rosa flott íbúð Stína ...
Pálína fór svo í afmæli til Binna og Gumma massa stuð sko... en það þurfti að skoða fleirri íbúðir.. því Þórdís mín var að flytja í sína eigin íbúð... rosa hugguleg íbúð:) til hamingju með það Þórdís mín.. En svo kom stóri punktur helgarinnar hjá mér Pálínu.. Steinunn kom til landsins klukkann 12 á miðnæti.. Hún og mamma hennar komu svo beint að ná í mig.. og við fórum á bæjarins bestu... Svo var nóttinni eytt í spjall til 6 um morguninn.. oh það var svo gott að sjá hana;) leiðinlegt samt hvað við höfðum stuttan tíma...
Svo var það bara heimferð á sunnudaginn.....
Sonja segir ykkur kannski betur hvað hún gerði ....

jæja ég er farin að borða sjáumst

miðvikudagur, október 06, 2004


hver þorir Posted by Hello


hell yeh Posted by Hello

þriðjudagur, október 05, 2004

Sprell

Jæja ætti maður ekki að fara að segja ykkur frá helginni.
Helgin byrjaði heldur snemma því það var náttfatapartý hjá Ólöfu á fimmtudaginn..... Þangað mætti allur bekkurinn í náttfötum og við borðuðum fullt af nami, horfðum á Dirty Dancing... þegar við vorum að horfa á myndinna þá tókst mér Pálína að gera mig af algjöru fífli..... ég veit hvað þið eruð að hugsa ég Pálína að gera sig af fífli....... En í myndinni minnti mig að við Steinunn hefðum alltaf verið að reyna að sjá typpið á Patrick Swayze og sagði stelpunum að undirbúa sig fyrir sýninguna... en svo kom bara í ljós að þetta var bara rassinn sem við vorum svona spenntar yfir ekki gott það ...... og nú eru stelpurnir búnar að vera að senda mér typpa myndir til að sýna mér hvernig það lítur út...... urrrrr. en allaveg nóg komið af þessu typpa tali ég vil nú ekki að þið farið að roðna.... en þegar myndin var búin þá fórum við í karókí og mamma ég söng manna hæst.... það átti meira að segja að láta mig vera bakrödd í söngvakeppninni sem varð aldrei úr??? Við fórum svo að spila accionery sem gekk ekki nógu vel því við Sonja töpuðum:(
svo var Ólöf með verlaun fyrir bestu náttfötin og Anna Huld og Goggi bangsinn hennar unnu það:) Við vorum svo 6 sem gistum hjá henni en hinar fóru heim um 2 - 3.
Þegar við vöknuðum hófst undirbúningurinn fyrir sprellið...... Við mættum svo upp í Þingvallarstræti klukkan 12:30 þar sem við gáfum öllum búninganna sína og boli og máluðum allar hjúkkurnar og iðjunar..... Svo hófst skrúðganga niður á torgið.... þar sem við öskruðum úr okkur líftóruna í bókstaflegri merkingu... næst var ferðinni haldið í Þelamörk þar sem sjálft íþróttamótið var haldið. Fyrst var keppt í Fozzeball þar sem við gjörsamlega skitum á okkur....
næsta þraut var plastic rap ... í þeirri þraut átti að vefja 5 manns með plastfilmu svona matar.. svo áttu þær að hlaupa undir band og drekka þar bjór og hlaupa svo til baka... he he við unnum okkar riðil... glæsilegt stelpur;) Næsta þraut var skotahlaup.. þar vorum við í 2 í okkar riðli... En svo kom limbóið... þar náðum við að vera í 2 sæti sem var alveg geggjað cool.... Svo kom helvítis reipitogið;/ sem ætti að vera löngubúið að taka út því við skít töpum þar alltaf útaf í okkar deild er bara stelpur.. sem þurfa að keppa á móti einhverjum stera strákum.. us us us En við stóðum okkur miklu betur heldur en í fyrra vorum næstum því búnar að vinna kennaranna... Anna Huld fékk meira að segja mar á upphandlegginn og ég fékk 2 blöðrur í lóan.. En það var víst ekki nóg;( En gellan sem keppti fyrir okkur í kappátinu stóð sig sko vel var í 2 sæti... he he strákar það var stelpa sem vann ykkur..... http://www.fotki.com/eir1 nokkrar myndir frá deginum.. Um kvöldið var svo söngvakeppni sem gekk ekki nógu vel hjá okkur"( En það var ball í Sjallanum DJ Páll Óskar að spila það var svaka stuð hérna eru myndir frá ballinu http://www.fotki.com/eir2

Sunnudagurinn var svo rólegur... ég vaknaði reyndar við kirkjuklukkurnar kl 10 og fór bara að læra og eitthvað... dugnaður... Svo í kvöldið buðum við til veislu... buðum í læri... ummm það var sjúkt gott....
en jæja ég ætla að segja þetta gott.. kannski Sonja bættir einhverju inn sem vantar ...
túrílú þangað til næst ")

Hey já ég gleymdi næstum því að segja ykkur aðal fréttirnar... EIR lenti í 4 sæti í keppninni...... sem er besti árangurinn í sögu félagsins..... við höfum alltaf verið í síðasta sæti... nema í fyrra þá vorum við í næst síðasta sæti...... GO EIR GO.... á næsta ári verðum við í 3 sæti eða ofar")