þriðjudagur, nóvember 30, 2004

gott að eiga góða sambýlinga:)

Þegar við Sonja sitjum sveitar við lærdóminn er Dísin okkar bara að baka. Haldið þið að sé myndarskapurinn:) Hún er nú svo heppin að hún er í símati í skólanum þannig að hún er búin með mest allt:) Annars er ekkert að frétta af okkur stöllum, sitjum bara alla daga og erum að læra. Erum reyndar búnar að gera geðveikt jólalegt húsið okkar það er skreyt með fullt af seríum hér og þar. Við látum kannski inn myndir til að sýna ykkur það:) Og svo fengum við sendingu frá mömmu um daginn sódastreamtæki, jóladúkka og smákökur:) takk mamma það var frábært að fá smá mömmukökur;)
jæja best að læra í klukkutíma í viðbót og skella sér svo í ræktina og í sund. Sem er hápunktur dagsins í dag fyrir utan baksturinn auðvitað.
túrílú Pálína & Sonja sem hefur bara þetta með málið að segja ,,Treponema pallidum veldur sárasótt eða syphilis" en þetta er bein tilvitnun í hann Ingvar vin okkar Teitsson sem kennir okkur allt um sýkla og bakteríur.

fimmtudagur, nóvember 25, 2004

Lærdómur og harðsperrur

Síðustu dagar hafa aðallega farið í lærdóm því nú styttist í prófinn. Síðastu tímarnir í skólanum voru í dag og nú erum við því komnar í upplestrarfrí.
En maður getur ekki bara verið að læra alla daga því skellti Sonja sér á snjóbretti í fyrsta skipti á miðvikudaginn. Hún fór með Ester og Rebekku sem eru pró á snjóbretti. Þær stöllur skelltu sér á Dalvík því það er ekki búið að opna Hlíðarfjall. Ég var svo góð við þær og lánaði þeim bílinn ( var með hjartað í buxunum allan tímann því það var brjáluð hálka) en komst ekki sjálf því ég var búin að lofa Önnu Huld að koma með henni í Body pump. það var drullugaman frekar erfitt því þetta var minn fyrsti tími og í lokinn þá var ég öll byrjuð að titra en þar sem þrjóskan er svo mikil gafst mín ekki upp og hélt út allan tímann:) sem ég sé núna eftir því ég er gjörsamlega að deyja úr harðsperrum ligg bara upp í rúmi og vorkenni mér snökt snökt... Í gær fór ég svo í Þeló í körfu með Önnu Huld, Evu, Sólveigu og Sigrúnu (úr kennaranum) eftir körfuna þar sem mitt lið vann by the way skelltum við okkur í pottinn með vonum að heita vatnið gerði eitthvað gott við þessar bevítans harðsperrur en pottarnir voru allir skít kaldir brrr. og meira að segja gufan líka @'?#$
jæja best að halda áfram heyri í ykkur seinna
túrílú Pálína og Sonja

þriðjudagur, nóvember 23, 2004


Hún Sigga Sulta vinkonan mín og kærasti hennar voru að eignast lítinn prins núna á laugardaginn:) og vil ég óska þeim innilega til hamingju með afrekið
Posted by Hello

mánudagur, nóvember 22, 2004


og skólinn okkar
Posted by Hello


bjallan góða
Posted by Hello


Mér datt í hug að sína ykkur skólann okkar Sonju. Þarna sitjum við alla daga og hlustum á kennara sem eru að reyna að troða einhverju viti í hausin á okkur. Þarna sjáið þig líka skólabjölluna okkar. En á hverju ári er henni hringt af einhverjum nýnema. Svo að lokum sjáið þið hvað er fallegt hér á Akureyri þó það hafi verið - 14°c
Posted by Hello

laugardagur, nóvember 20, 2004

Jóla Jóla

já við stelpurnar í gilinu erum komnar í jólaskap:) hó hó hó.. Þetta byrjaði allt með því að hún Dísa tók sig til og bakaði eina sort á miðvikudaginn og auðvitað spiluðum við jólalög á meðan...
Svo í gær þrifum við hér allt hátt og lágt. Og settum nokkrar seríur í glugganna og létum allt jóladótið sem er til hér. Svo ætlar Rebekka að koma með meira fyrir okkur. En svo er hápunkturinn í kvöld það á að vera jólasteik í matinn með öllu fylgjandi. ummm ég læt ykkur vita hvernig þetta fer svo allt saman.
Í gær var svo skarkali #4 ( rokktónleikar sem félagi Ægir heldur í samstarfi við FSHA) í deiglunni, við stöllur + Dísa ákváðum að fara því það var nú ekki langt að fara næstu dyr.... Þórir, Dikta og Singapore sling. Mér fannst Þórir bestur því hann var rólegastur og maður skildi hvað hann var að segja:) hinir voru of rokkaðir fyrir minn saklausa smekk. Eftir tónleikanna var svo farið á Karó ( þar næstu dyr) og skemmt sér fram eftir. mjög gaman:)
Nú í dag sitjum við svo við lærdóm. Það er gott að við þurfum ekki að fara út í dag:) því það er - 12 stig hér á Akureyri. brrr vá það er kalt. Annars er allt á kafi í snjó sem kryddar en meira upp á jólaskapið......
Hey já endilega farið inn á http://fritoelt.dk/og kjósið Guðmund Björgvinsson sem er minn ástkæri bróðir sem knappa ársins í Danmörku. já það er rétt bróðir MINN er frægur í Danmörku:)
jæja þetta þýðir ekki lengur verð að halda áfram með þessar spurningar. Jólakveðjur Pálína & Sonja

sunnudagur, nóvember 14, 2004

9 reglur úr heimilisfræði

Þetta fengum við sent í tölvupósti .... það er ekkert smá sem konur voru kúgaðar hérna áður !!

Úr kennslubók í heimilisfræði:
Svona var þetta í gamla daga...Þessar reglur eru teknar úr kennslubók í heimilisfræði síðan 1950.
1. Hafðu kvöldmatinn tilbúinn á réttum tíma. Það veitir honum þá tilfinningu að þú hafir verið að hugsa um hann og að þér sé annt um þarfir hans. Flestir karlmenn eru svangir þegar þeir koma heim og tilbúinn matur er hluti af því að láta hann finna hversu velkominn hann er heim, en það er karmönnum nauðsynlegt.
2. Notaðu 15mín. til að snyrta þig og skipta um föt áður en hann kemur. Hann er að koma heim úr leiðinlegri og erfiðri vinnu og er þreyttur. Vertu svolítið hress og skemmtileg til að hressa hann við.
3. Taktu upp allt rusl og dót. Farðu eina umferð um húsið og safnaðu saman skólabókum, leikföngum, pappírsrusli og blöðum. Renndu svo tusku yfir borðin til að þurrka af og þrífa svolítið. Eiginmanni þínum mun finnast hann kominn í friðarparadís og það hefur mikið að segja fyrir hann.
4. Snyrtu börnin til. Það tekur aðeins nokkrar mínútur að þrífa hendur og andlit og greiða þeim.. Ef þarf, skaltu láta þau skipta um föt. Þau eru hans fjársjóður og hann vill sjá þau þannig.
5. Sjáðu til þess að húsið sé hljóðlátt. Slökktu á öllum vélum, s.s. uppþvóttavél, þvottavél, þurrkara og ryksugu. Reyndu að sjá til þess að börnin hafi hljótt. Taktu á móti honum með glöðu brosi.
6. Gættu þess að hella ekki yfir hann kvörtunum þegar hann kemur. Ekki heldur kvarta þó hann komi of seint í mat. Þú getur verið viss um að þínar kvartanir eru minniháttar í samanburði við það sem hann hefur þurft að þola yfir daginn.
7. Sjáðu til þess að hann hafi það þægilegt. Láttu hann halla sér aftur á bak í hægindastól eða stingdu upp á því að hann halli sér smástund í rúmið. Vertu tilbúinn með kaldan eða heitan drykk handa honum. Bjóddu honum að klæða hann úr skónum og hagræddu púðunum undir honum. Ræddu við hann með rólegri, mjúkri röddu. Leyfðu honum að slaka á.
8. Láttu hann ráða kvöldinu. Ekki kvarta þó hann fari ekki með þig út að borða eða á aðrar skemmtanir, reyndu í stað þess að skilja að hann hefur fengið sinn skerf af streitu og látum yfir daginn og þarfnast hvíldar heima.
9. Markmiðið er að gera heimilið að stað þar sem eiginmaður þinn getur fundið frið og reglu og getur slakað á eftir erfiðan dag.

Össs eins gott að þetta er ekki svona í dag ... maður væri orðin crazy !!!

túrúlú - Sons & Pálus

fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Íþróttameiðsl !!!

Jæja ég og Pálína búnar að vera að rokka í stelpu tímum í Þelamörk :) Í síðustu viku fékk pálína huges marblett á kálfan eftir bandý - bolta. Svo fékk ég fótbolta í andlitið í gær og er með sprungna vör eftir það. Við erum samt engan veginn hættar .... höldum ótrauðar áfram á framabraut okkar í boltanum hehehe

Svo verður tekið á því um helgina ... verðum í skólanum og sjúkrahúsinu (í verknámi) til skiptis ALLA helgina. Úff við eigum algjörlega eftir að verða búnar á því á sunnudaginn. En þetta er nú samt flest allt frekar áhugavert finnst okkur.... læra um sýkla og svona ... svo tökum við sýni úr okkur sjálfum og skoðum það. Þetta finnst kannski ekki öllum eins heillandi. hehe

Ég og Pálína erum að selja Rauða kross fyrstu hjálpar töskur núna í vetur og er öllum velkomið að hafa samband við okkur. Þetta er alveg nauðsinlegt í bílinn, tjaldútileguna, heimilið og sumarbústaðinn .... kostar aðeins 3900 !! Sem er ekkert verð fyrir flotta tösku :)

Túrlilí - Sonja & Pálína að bjarga mannslífum

laugardagur, nóvember 06, 2004

1 og yfirgefin

haldið þið ekki að Sonja hafi skellt sér suður á föstudaginn og skilið mig 1 eftir.... nei nei ég segi svona Dísa og Ester voru nú báðar heima;)
Síðasta vika fór öll í þetta blessaða heilsu félagsverkefni.... sem er loksins að vera búið:) en þá tekur hjúkrunin við... en það er nú mun betra verkefni....
Á föstudaginn fór Eir í vísindaferð í Vífilfell og tóku þeir sko vel á móti okkur:) eiginlega bara of vel á móti okkur ef þið vitið hvað ég er að meina....
þegar Vífilfell var búin að segja okkur allt um bjórframleiðslu var ferðinni heitið í Þingvallarstæti þar Háskólinn bauð í Idolpartý samt eiginlega í boði okkar því við redduðum afruglaranum.......
hvað haldið þið að við höfum gert svo... já það er rétt við skelltum okkur á sveitaball. það var nú massa gaman eins og á öllum sveitaböllum:) Dagurinn í dag var svo bara rólegur við Anna Huld kíktum í afmæli til Sólveigar:) og svo fórum við Dísa á kaffi Ak þar sem drukkið var vatn og spjallað við einhvern dúdda sem sagði okkur um ættfræði sína fun fun fun:( en það var nú samt bara fínt eins og alltaf á Kaffi AK
jæja nú er best að fara að læra því ég ætla að vera ógeðslega dugleg að læra á morgun:)
Hey Sonja ef þú ert að lesa þetta fyrir sunnan þá sakna ég þín...
jæja góða nótt og túrílú