fimmtudagur, nóvember 25, 2004

Lærdómur og harðsperrur

Síðustu dagar hafa aðallega farið í lærdóm því nú styttist í prófinn. Síðastu tímarnir í skólanum voru í dag og nú erum við því komnar í upplestrarfrí.
En maður getur ekki bara verið að læra alla daga því skellti Sonja sér á snjóbretti í fyrsta skipti á miðvikudaginn. Hún fór með Ester og Rebekku sem eru pró á snjóbretti. Þær stöllur skelltu sér á Dalvík því það er ekki búið að opna Hlíðarfjall. Ég var svo góð við þær og lánaði þeim bílinn ( var með hjartað í buxunum allan tímann því það var brjáluð hálka) en komst ekki sjálf því ég var búin að lofa Önnu Huld að koma með henni í Body pump. það var drullugaman frekar erfitt því þetta var minn fyrsti tími og í lokinn þá var ég öll byrjuð að titra en þar sem þrjóskan er svo mikil gafst mín ekki upp og hélt út allan tímann:) sem ég sé núna eftir því ég er gjörsamlega að deyja úr harðsperrum ligg bara upp í rúmi og vorkenni mér snökt snökt... Í gær fór ég svo í Þeló í körfu með Önnu Huld, Evu, Sólveigu og Sigrúnu (úr kennaranum) eftir körfuna þar sem mitt lið vann by the way skelltum við okkur í pottinn með vonum að heita vatnið gerði eitthvað gott við þessar bevítans harðsperrur en pottarnir voru allir skít kaldir brrr. og meira að segja gufan líka @'?#$
jæja best að halda áfram heyri í ykkur seinna
túrílú Pálína og Sonja

2 Comments:

At 25. nóvember 2004 kl. 16:47, Anonymous Nafnlaus said...

Já það var brjálað stuð að læra á snjóbretti þótt að færið hefði nú mátt vera betra .... grenjandi rigning allan tímann. En ég er nú samt með klikkaðar harðsperrur þó aðalega í maganum og hálsinu ... eitthvað skrítið. Takk Ester og Rebekka fyrir kennsluna á brettið... kem bókað með ykkur aftur á bretti í vetur. Jæja bækurnar bíða .... best að halda áfram í bévítans heilsufélagsfræði...
túrilú Sonja

 
At 29. nóvember 2004 kl. 22:00, Anonymous Nafnlaus said...

haha HARÐSPERRUR.ég skil þig svo vel það er body pumb hér einu sinni í viku á miðvikudögum svo fullur tími þar sem við tökum allan líkaman og ég get sko sagt þér það að ég fæ harðsperrur eftir hvern einasta miðvikudag.
Baráttukveðja
Kristín Brynja

 

Skrifa ummæli

<< Home