þriðjudagur, desember 28, 2004

Gleðileg Jól

Jæja þá erum við í okkar heimahögum Pálína í Kópavoginum og Sonja vestur á Barðaströnd:)
Við höfum það bara gott í faðmi fjölskyldurnar og vinar mjög gott að láta foreldrana stjana við okkur:)
Allavega þá vildum við bara láta vita af okkur og óska Öllum gleðilegra jóla og farsælt komandi ár og vonandi hafið þið það sem allra best um jólin:)
jólakveðja Pálína og Sonja

föstudagur, desember 17, 2004

Loksins er þetta búið

jæja þá erum við hér í Gilinu loksins komnar í JÓLAFRÍ:) þó fyrr hefði mátt vera. þetta stríð við prófinn er búið í bili og vonandi verður næsta árás ekki fyrr en næsta vor.
Okkur hefur gengið bara ágætlega bara grátið í einu prófi. og nú bíðum við með eftirvæntingu eftir því að kennararnir verði búnir að fara yfir þetta rugl í okkur.

En það verður PARTÝ í höllinni í kvöld og svo bara brunað suður snemma á morgunn:) Þið þarna fyrir sunnan og vestan fáið að njóta okkar í næstum heilan mánuð:)
jæja best að fara að pakka og þrífa
túrílú Páls og Sons búnar að líta upp úr þessum helv.. bókum
l

laugardagur, desember 04, 2004

Jóla hvað

Gatan okkar er öll í jólafílingnum:) Það er verið að spila jólalög og selja kakó fyrir utan húsið á móti, það eru barnatónleikar í húsinu hliðin á okkur og jólatónleikar í húsinu ská á móti. öss öss ös. Svo er jólasveininn á röltinu hó hó hó. Það er geðveikt skrýtið en þeir báðu okkur ekki um að gera eitthvað;( Æ þetta er geggjað sniðugt ef þetta væri á öðrum tíma ekki á meðan við erum að lesa undir próf:( Mig langar mest til að öskra á allt þetta fólk urrr...

Annars gengur bara ágætlega að læra en ekki eins vel að sofna á kvöldin ,, ef þið vitið um eitthvað ráð endilega deilið visku ykkar" en ekki segja kamillute það virkar ekki rassgat.
Við fórum í veislu til Önnu Huldar á miðvikudagskvöldið og fengum hrúgu af kræsingum svaka got..t bara takk fyrir okkur Anna og Eva:)

jæja þetta þýðir ekki ég verð að læra allt um sýkla og vini þeirra fyrir mánudaginn. En þá er fyrsta prófið okkar. Endilega hugsið til okkar og jafnvel kveikið á kertum... Öll auka orka er þegin með þökkum. Prófið er sko kl 9.
túrílú the Grinch Páls og Sons

miðvikudagur, desember 01, 2004


Hún Anna Huld vinkona okkar á afmæli í dag:)
Já hún Anna sem er af vestfirsku bergi borin er orðin 24 ára gömul. Það er skemmtilegt að segja að hún Anna sem er á þessari mynd í náttfatapartý hjá bekknum með vinum sínum Gogga og Kalla heldur að það sé flagað 1.des vegna þess að hún eigi afmæli og ef maður ætlar að leiðrétta þann misskilning þá vill hún ekki hlusta á þig.
Til hamingju með afmælið Anna Huld")

Posted by Hello