laugardagur, desember 04, 2004

Jóla hvað

Gatan okkar er öll í jólafílingnum:) Það er verið að spila jólalög og selja kakó fyrir utan húsið á móti, það eru barnatónleikar í húsinu hliðin á okkur og jólatónleikar í húsinu ská á móti. öss öss ös. Svo er jólasveininn á röltinu hó hó hó. Það er geðveikt skrýtið en þeir báðu okkur ekki um að gera eitthvað;( Æ þetta er geggjað sniðugt ef þetta væri á öðrum tíma ekki á meðan við erum að lesa undir próf:( Mig langar mest til að öskra á allt þetta fólk urrr...

Annars gengur bara ágætlega að læra en ekki eins vel að sofna á kvöldin ,, ef þið vitið um eitthvað ráð endilega deilið visku ykkar" en ekki segja kamillute það virkar ekki rassgat.
Við fórum í veislu til Önnu Huldar á miðvikudagskvöldið og fengum hrúgu af kræsingum svaka got..t bara takk fyrir okkur Anna og Eva:)

jæja þetta þýðir ekki ég verð að læra allt um sýkla og vini þeirra fyrir mánudaginn. En þá er fyrsta prófið okkar. Endilega hugsið til okkar og jafnvel kveikið á kertum... Öll auka orka er þegin með þökkum. Prófið er sko kl 9.
túrílú the Grinch Páls og Sons

3 Comments:

At 6. desember 2004 kl. 08:34, Anonymous Nafnlaus said...

Það er gott að fá sér heita mjólk með kakói til að slaka á. Anda svo mjög djúpt nokkrum sinnum og alveg frá sér þegar maður er kominn undir sæng, biðja nokkrar bænir og þá er maður góður. Það kemur svo mikill friður yfir mann þegar maður biður bænirnar. :-) Hugsa til ykkar í prífunum.
Álfheiður

 
At 6. desember 2004 kl. 12:50, Anonymous Nafnlaus said...

Takk takk !
Allir góðir straumar vel þegnir :)
Kv Sonja & Pálína

 
At 12. desember 2004 kl. 11:49, Blogger Drekafluga said...

Hoodyhoo!

Já maður, eins gott að einhver hugsar til manns í prífunum. Prífin geta farið alveg með mann. Eins er með innsláttarvillur. Þær geta farið með mann líka. En ég segi bara gangi ykkur báðum vel. Meeegnað.

 

Skrifa ummæli

<< Home